1. Þú getur fengið súkkulaði.
2. “Ef þú elskar mig þá gleypirðu þetta” hefur raunverulega merkingu með súkkulaði.
3. Súkkulaði fullnægir meira að segja þegar það er orðið mjúkt.
4. Þú getur hættulaust fengið þér súkkulaði meðan þú keyrir.
5. Þú getur látið súkkulaði endast eins lengi og þú vilt.
6. Þú getur fengið þér súkkulaði meira að segja fyrir framan mömmu þína.
7. Ef þú bítur og fast í hneturnar þá kvartar súkkulaðið ekki.
8. Tvær manneskjur af sama kyni geta fengið sér súkkulaði án þess að vera kölluð klúrum nöfnum.
9. Orðið “skuldbinding” hræðir súkkulaði ekki í burtu.
10. Þú getur fengið þér súkkulaði í vinnustólnum/við vinnuborðið á vinnutíma án þess að koma vinnufélugunum í uppnám.
11. Þú getur beðið ókunnugan um súkkulaði án þess að eiga það á hættu að vera löðrungaður.
12. Þú færð ekki hár í munninn af súkkulaði.
13. Með súkkulaði er engin þörf á að þykjast.
14. Súkkulaði gerir þig ekki ólétta.
15. Þú getur fengið þér súkkulaði á hvaða tíma mánaðarins sem er.
16. Það er auðvelt að finna gott súkkulaði.
17. Þú getur fengið þér eins margar tegundir af súkkulaði eins og þú ræður við.
18. Þú ert aldrei of ungur eða of gamall til að fá þér súkkulaði.
19. Þegar þú færð þér frábært súkkulaði þá heldur það ekki vöku fyrir nágrönnunum.



afleggjari: maður í megrun
andlitaát: sviðaveisla
atvinnuglæpamaður: lögfræðingur, hefur atvinnu af glæpum annarra
auðkúla: vömb á karlmönnum
bálreið: slökkviliðsbifreið
blaðka: kvenkyns blaðamaður
bleðill: karlkyns blaðamaður
blóðsuga: starfsmaður Blóðbankans
brautryðjandi: snjóruðningsmaður á flugbraut
bráðabrundur: of brátt sáðlátt
brennivínsbrjálæðingur: alkóhólisti
brúnkubrjálæði: ásókn manna í sólarlampa
bumbubúi: ófætt barn
bylgjubæli: vatnsrúm
dauðahafið: vatnsrúm þar sem kynlíf er ekki stundað
djúpsteiktir jarðeplastrimlar: franskar kartöflur
Djöfladjús: brenndir drykkir
Dótakassinn: Kaffi Reykjavík, þar sem menn fara þangað til þess að finna sér nýtt leikfang
dragtardrós: kona sem gengur í dragt
dritriti: bleksprautuprentari
eiturblys: sígaretta
eldát: það að borða grillmat
endurholdgun: að fitna eftir megrun
farmatur: matur sem er tekinn heimi af veitingastað (sbr. e. take away)
frumsýning: að kynna hugsanlegan maka í fyrsta sinn fyrir vinum og venslafólki
fylgikvistir: foreldrar
gamla gengið: foreldrar
gleðigandur: titrari, víbrador
gleðiglundur: jólaglögg
græjugredda: fíkn í alls konar tól og tæki
Gullfoss og Geysir: niðurgangur og uppköst
heimavarnarliðið: foreldrar stelpunnar sem eru alltaf að stressa sig yfir stráknum sem hún er með
hreinlætiseyðublað: blað af klósettrúllu
hvatahvetjandi: eggjandi
hvataklæðnaður: hvers kyns klæðnaður sem vekur hvatir hjá körlum til kvenna sem og konum til karla
kjerkönnun: samfarir
kjetkurlssamloka: hamborgari
klakakrakki: egg sem búið er að frjóvga og er geymt í frysti
Kúlusukk: Perlan, þar sem sukkað var með peninga við byggingu hennar
limlesta: pissa (gildir aðeins um karlmenn)
orkulimur: bensínslanga
plastpokapabbi: karlmenn sem flytja inn til einstæðra mæðra með búslóð sem rúmast í einum plastpoka
pottormar: spagettí
rafriðill: titrari, víbrador
ranaryk: neftóbak
samflot: það að sofa saman í vatnsrúmi
sjálfrennireið: bíll
Stóra hryllingsbúðin: Kringlan
svipta sig sjálfsforræði: gifta sig
tungufoss: málglaður maður
veiðivatn: ilmvatn
viðbjóður: afgreiðslumaður í timburverslun
þurrkaðir hringormar: cheerios



Kæri sonur,

Ég skrifa þetta bréf hægt af því að ég veit að þú getur ekki lesið mjög hratt.
Við búum ekki lengur þar sem að við bjuggum þegar þú fórst að heiman.
Pabbi þinn las í blöðunum að flest slys gerast innan við 20 mílur frá heimilunum, þannig að við fluttum.
Ég get ekki sent þér heimilisfangið af því að fjölskyldan sem bjó hérna á undan okkur tók
húsnúmerið þegar þau fluttu til þess að þau þyrftu ekki að breyta heimilisfanginu sínu.

Veðrið er ekki slæmt hérna. Það rigndi bara tvisvar í síðustu viku;
í fyrsta skipti í þrjá daga og í seinna skiptið í fjóra daga.

Varðandi jakkann sem þú vildir að ég sendi þér, þá sagði Stjáni
frændi þinn að hann væri of þungur til að senda í pósti með tölunum,
þannig að við klipptum þær af og stungum þeim í vasana.

Jón læsti lyklunum sínum inni í bílnum í gær. Við erum öll mjög áhyggjufull
vegna þess að það tók tvo tíma að ná okkur pabba þínum út.

Systir þín eignaðist barn í morgun; en ég hef ekki enn komist að því hvers
kyns það er þannig að ég veit ekki hvort það er frænka eða frændi.
Barnið lítur alveg eins út og bróðir þinn…

Annars er ekki mikið meira í fréttum. Það hefur ekkert mikið gerst.

Ástarkveðjur,
mamma.

P.S. Ég ætlaði að senda þér peninga en ég var búin að loka umslaginu…



Reglur svefnherbergis golfs:


1. Hver leikmaður skal leggja til eigin útbúnað til leiksins, venjulega eina kylfu og tvær kúlur.

2. Leikur á vellinum verður að vera samþykktur af eiganda holunnar.

3. Ólíkt golfi utandyra, er takmarkið að koma kylfunni í holuna og halda kúlunum frá.

4. Fyrir árangursríkan leik, skal kylfan hafa stíft skaft. Vallareigandum er leyfilegt að kanna stífni skaftsins áður en leikur hefst.

5. Vallareigendur hafa full réttindi til að banna kylfulengd til að forðast skemmdir á holunni.

6. Takmark leiksins er að taka eins mörg skot og nauðsyn þykir þangað til fullnægjandi leik er náð. Ef úrskeðis fer getur það valdið banni til að leika aftur.

7. Það er álitið slæmt leikform að byrja leik í holu strax eftir komu. Reyndir leikmenn taka venjulega tíma í að dást að öllum vellinum, með sérstakri áherslu á vel lagaða hóla og sandgryfjur.

8. Leikmenn eru varaðir við að minnast á aðra velli sem þeir hafa spilað á eða þá sem þeir eru að spila á við eiganda vallarins sem spilað er á. Eigendum í uppnámi hefur verið vitað til þess að valda skemmdum á búnaði leikmanns fyrir þessar sakir.

9. Leikmönnum er ráðlagt að hafa almennilegan regnbúnað meðferðis, til vara.

10. Leikmenn skulu ekki gera ráð fyrir að völlurinn sé alltaf í ástandi til að leikið sé á honum. Leikmenn gætu farið hjá sér ef að þeir komast að því að völlurinn er í tímabundinni viðgerð. Leikmönnum er ráðlagt að vera einkar gætnir undir þessum aðstæðum. Reyndari leikmenn munu finna breytilegar aðferðir þegar svona stendur á.

11. Leikmenn skulu gera ráð fyrir að leikurinn sé almennilega áætlaður sérstaklega þegar leikið er á nýjum velli í fyrsta skipti. Fyrrum leikmenn er vitað til að verða pirraðir ef að þeir uppgötva að einhver annar er að leika á það sem þeir hafa álitið einkavöll.

12. Eigandi vallarins er ábyrgur fyrir vexti runna, sem geta dregið úr sjáanleika holunnar.

13. Leikmönnum er sterklega ráðlagt að fá leyfi eigandans áður en reynt er að leika á bakhlutanum.

14. Hvatt er til hægs leiks, samt sem áður skulu leikmenn vera viðbúnir við að leika á meiri hraða eftir óskum eiganda.

15. Það er álitinn framúrskarandi árangur , ef tími gefst til, að leika á sömu holu nokkrum sinnum í einum leik.


Einu sinni var kona sem átti páfagauk. Hún var að búa til bollur fyrir veislu sem hún ætlaði að halda eftir 4 klukkutíma en þegar hún var eiginlega búin með deigið skeit páfagaukurinn í deigið. Hún skammaði hann fyrst en svo bjó hún til annað. Síðan eftir 4 mín. skeit hann aftur í deigið. Hún skammaði hann mjög mikið og sagði: ef þú skítur næst í deigið raka ég af þér fjaðrirnar! Hann hlustaði ekki á hana. Síðan þegar hún var hálfnuð skeit hann aftur í deigið og hún rakaði af honum fjaðrirnar. Svo þegar veislan byrjaði kom sköllóttur maður að skoða páfagaukinn og þá sagði páfagaukurinn: skeist þú líka í deigið?


Kennarinn var að útskýra fyrir bekknum að sum börn fæddust fyrir tímann.

Pétur rétti upp hönd og sagði: Ég var aldeilis heppinn því ég fæddist einmitt á afmælisdaginn minn!


Það var eitt sinn ljóska sem (eins og við öll ) var orðin þreytt á ljóskubröndurum og vildi helst
koma sér úr þessum minnihlutahóp. Hún ákvað því að lita hárið á sér brúnt og þannig koma
sér í hóp þeirra sem tekið ermark á. Eina helgi í ágúst fór hún í bíltúr uppí sveit. Hún var ekki
komin langt þegar hún sá féhirði vera að smala fjöldann allan kindum. Verandi dolfallin aðdáandi
fjórfætlinga stoppaði hún bílinn og gaf sig á tal við féhirðinn. Eftir nokkurt smátal spurði hún
hirðinn hvort að hún mætti eiga eina kind ef hún gæti giskað á hversu margar kindur hirðirinn
var með. Hirðirinn var viss í sinni sök um að það gæti hún aldrei og tók áskoruninni. “Ljóskan”
okkar hugsaði sig vel um og að lokum kom hún með töluna 294. Hirðirinn trúði ekki sínum eigin
eyrum því að það var akkúrat fjöldi kindanna. En vegna þess að hann var heiðarlegur að eindæmum leyfði
hann henni að velja eina kind. “Ljóskan” tók sér góðan tíma en að lokum valdi hún eina sem var
mun líflegri en allar hinar. Hirðirinn leit á hana og spurði:,, Ef ég get giskað á rétta háralit þinn -
má ég þá fá hundinn minn aftur" ?!
He, he, he, he …..