Eitt sinn var flugvél sem gat borið hundrað manns ásamt áhöfn. Vélin hafði hinsvegar þann
galla að vanta gólfið, svo að farþegarnir urðu að halda sér í slár fyrir ofan þá. Eitt sinn var
vélin á leið frá Íslandi til Danmerkur með hundrað farþega og níutíu þeirra voru ljóskur og einn
brúnhærður. Á miðri leið var sagt í kallkerfinu: “Þetta er flugstjórinn sem talar. Því miður er
flugvélin of þung til að komast til Danmerkur svo einn af farþegunum verður að sleppa takinu á
slánni.” Að lokum sagði sá brúnhærði: “Ég skal sleppa!” Og þá klöppuðu allar ljóskurnar.

—————————————- – ————–

Eitt sinn kom kona til slátrara með barn
og sagði að hann ætti barnið og spurði hvað hann ætlaði að gera í því. Slátrarinn vissi ekki hvað
hann ætti að gera svo að lokum sagði hann: “Ég skal gefa þér eitt kíló af kjöti á viku
þar til
drengurinn er orðinn sextán ára.” Þetta samþykkti konan.
Slátrarinn hafði talið vikurnar í sextán ár og loksins var komið að síðasta skiptinu sem hann léti
konuna hafa kjöt. Svo kom drengurinn og sagði: “Ég verð sextán ára á morgunn.” “Ég veit það,” sagði
slátrarinn, “ég hef líka verið að telja vikurnar. Hér hefurðu kjötið og segðu móður
þinni að þetta
sé í síðasta skiptið sem hún fær ókeypis kjöt
frá mér, og taktu eftir svipnum á henni.” Þegar
drengurinn kom heim til sín gaf hann móður sinni skilaboðin. Þá sagði móðirin:
“Þú skalt fara
aftur til slátrarans og segja honum að ég hef einnig fengið ókeypis brauð, mjólk og
matvörur síðustu
sextán árin, og taktu eftir svipnum á honum.”

————————————-

Maður nokkur hafði þegið kvöldmataboð hjá félaga sínum. Honum fannst það vekja athygli
að félagi
hans svaraði öllum beiðnum konu sinnar á því að enda á að kalla hana ýmsum gælunöfnum:
ástin, elskan

, krúsidúlla o.s.frv. Þetta fannst manninum merkilegt fyrst þau höfðu verið
gift í rúm 60 ár. Þegar
konan fór inn í eldhús sagði maðurinn álit sitt á þessu. Þá sagði
félagi hans: “Ef ég á að segja eins
og er, þá gleymdi ég nafninu hennar fyrir 10 árum.

———————————————- – ——-

Eftir að hann hætti í tónlistarbransanum, ákvað Kreutzmann að læra köfun. Hann eyddi
þúsundum króna
í kennslu og þúsundum króna í besta tækjabúnaðinn. Eftir að hann hafði keypt sér bát og
siglt til
Hawaii, fann hann fyrir miklu stolti þegar hann stakk sér í vatnið. Myndandi kóralinn og
fiskanna með
vatnsheldri myndavél, og skrifandi hjá sér minnispunkta með vatnsheldum penna og blokk,
varð hann
undrandi á að sjá mann kafandi nokkrum fetum fyrir neðan sig án nokkurrar útbúnaðar.
Alveg óður
synti Kreutzmann að manninum, potaði í öxlina á honum og skrifaði á blokkina: “Ég eyddi
þúsundum króna
í þennan búnað og þú ert hér í sundskýlunni. Hvað á þetta að þýða?” Þá tók maðurinn
blokkina og
skrifaði: “Ég er að drukkna fíflið þitt.”

————————————— – —————

Maður nokkur var svo heppinn að fá miða á úrslitaleikinn í fótbolta á Englandi.
Þegar hann kemur
á völlinn kemst hann að því að sætið hans er í öftustu röð, lengst frá vellinum
sjálfum. Eftir
nokkrar mínútur rekur hann augun í laust sæti í fremstu röð. Hann ákvað að nota tækifærið
og fara
í gegnum þvöguna og setjast í sætið. Þegar hann kom að sætinu spurði hann manninn
sem sat við hliðina
hvort sætið væri frátekið. “Reyndar ekki,” sagði maðurinn, “konan mín hefði setið
þarna en hún dó nýlega.”
“Það var leitt,” sagði fyrri maðurinn, “en gastu ekki fengið einhvern ættingja með þér
í staðinn?”
“Nei,” sagði seinni maðurinn, “það eru allir í jarðarförinni.”
uhh ha?