Maður kemur í dyrnar á rakarastofunni og spyr: ,, Hvað er löng bið eftir klippingu?“ Rakarinn lítur upp og segir: ,, Um tveir klukkutímar.” Maðurinn fer. Nokkrum dögum síðar kemur maðurinn aftur og spyr: ,,Hvað er löng bið eftir klippingu?“ Rakarinn lítur upp og segir: ,,Um tveir klukkutímar.” Maðurinn fer. Viku seinna kemur maðurinn aftur og segir: ,,Hvað er löng bið eftir klippingu?“ Rakarinn lítur upp og segir: ,,Um einn og hálfur klukkutími.” Maðurinn fer. Rakarinn segir við Friðrik vin sinn sem er staddur þarna: ,, Eltu mannin, hann fer.“ Eftir stutta stund kemur Friðrik aftur skellihlæjandi. Rakarinn segir: ,,Jæja, hvert fór hann?” Friðrik lítur upp og segir: ,,Beint heim til þín!“.


Afi og amma sátu úti á verönd kvöld eitt og voru að rifja upp gamla góða daga. Amma snýr sér að afanum og segir: ,,Elskan, manstu þegar við hittumst fyrst og þú tókst í hendina á mér?” Afinn snéri sér að henni og brosti um leið og hann tók í hönd hennar. Amman brosti aðeins og hélt svo áfram: ,,Elskan, manstu þegar við vorum trúlofuð og þú kysstir mig stundum á hálsinn?“ Afinn teygði sig til ömmunnar og kyssti hamma á hálsinn. Amman brosti meira en hélt svo áfram: ,,Elskan manstu þegar við vorum nýgift og þú nartaðir stundum í eyrað á mér?” Afinn stóð upp og gekk inn í húsið. Amman horfir undrandi á eftir honum og segir: ,,Elskan hvert ertu að fara?“
Afinn svaraði: ,,Ná í tennurnar mínar.”


Jón og Gunna eru hjón og það mjög rík og virt hjón. Þau voru að halda veislu fyrir frægu og ríku vini sína. Þessi veisla var mjög vel gerð og ekkert mátti vanta. Svo sér Gunna að sniglarnir eru búnir. Gunna fer til Jóns og biður hann að fara niður á strönd og tína fleiri snigla það væri bara alls ekki hægt að hafa veisluna sniglalausa. Jón fer niður á strönd og tínir fullt af sniglum. Svo er hann að fara heim aftur en þá sér hann að Pamela Anderson kemur til hans í öllu sínu veldi og það mjög lítið klædd. Hún býður honum inn í kofann sinn sem er þarna á ströndinni í te. Hann þiggur það og svo fer hann með Pamelu inn í kofann. Morguninn eftir vaknar hann svo og mundi þá eftir Gunnu og veislunni. Ónei hvað nú? Jú hann kveður Pamelu og hleypur heim í flýti. Þegar hann var kominn heim og átti bara eftir að fara upp stigana og opna hurðina, Þá missti hann litlu bláu fötuna sína þar sem allir sniglarnir voru og þeir fóru út um allt. Hann fer á fjórar fætur til þess að tína þá upp en þá opnar Gunna hurðina og hún var langt frá því að vera kát á svipin. Þá segir Jón já strákar við erum alveg að verða komnir bara smá spölur eftir.


Jón fékk boðsmiða á landsleik í fótbolta. Þegar hann kom kom á völlinn komst hann að því að sætið hans var á mjög slæmum stað við enda vallarins. Eftir að leikurinn hófst tók hann eftir að eitt var laust á besta stað fyrir miðjum velli. Jón ákveður að fara í þetta sæti og sjá hvort hann væri nokkuð rekinn til baka. Þegar hann kemur í sætið segir hann við mannin í næsta sæti: ,,Fyrirgefðu en situr nokkur hér?“ Maðurinn svarar: ,,Nei.” Jón er mjög ánægður að geta setið þarna á besta stað en furðar sig á því hvers vegna sætið sé autt og spyr mannin við hliðina á sér: ,,Það er furðulegt að sá sem á þetta sæti skuli ekki vera hér.“ Maðurinn svarar: ,,Þetta sæti tillheyrir reyndar mér. Við hjónin förum alltaf saman á landsleiki en hún komst ekki núna.” Jón segir:,,Það var leiðinlegt, en vildi eingin vinur koma eða ættingi koma með þér á leikin?“ Maðurinn svaði um hæl: ,,Þeir eru allir við jarðaför konnunar minnar.”