Jónas kristnaðist og varð ofurtrúaður. Hann lá á bæn daginn út og inn og fór tvisvar á dag í kirkju (og stundum oftar) til að tala við guð sinn. En í næsta húsi bjó trúleysingi sem lét sér aldrei detta í hug að horfa á kirkjudyr, hvað þá fara inn.

En trúleysinginn lifði góðu lífi. Hann var í vel launuðu starfi, hann var kvæntur fallegri konu og börnin hans voru heilbrigð og höguðu sér vel. Jónas, aftur á móti, var í erfiðu, illa launuðu starfi, Magga fitnaði með hverjum deginum og börnin vildu ekki tala við hann.

Og einn daginn, þegar hann var í djúpri bæn, lyfti hann höfði sínu til himins sagði:

„Góður Guð, ég heiðra þig á hverjum degi, ég spyr þig ráða um vandamál mín og játa fyrir þér syndir mínar. En nágranni minn sem trúir ekki á þig og fer áreiðanlega aldrei með neinar bænir hefur fengið allt sem hugurinn girnist á meðan ég er fátækur og þarf að þola ýmislegt andstreymi. Hvers vegna er þetta svo?“

Og þá heyrðist djúp og máttug rödd að ofan:

„AF ÞVÍ HANN ER EKKI AÐ TRUFLA MIG Í TÍMA OG ÓTÍMA!

^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^ ^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^´

Jónas situr við barinn og horfir í glasið sitt.

Þannig situr hann í heilan hálftíma.

Þá kemur allt í einu að honum stór og mikil rusti með læti, rífur glasið hans og hvolfir í sig úr því. Að því búnu hlær hann eins og skepna upp í opið geðið á Jónasi og segir „Hah!“

Jónas brestur í grát. Fúlmennið segir „Nei, heyrðu mig, ég var bara að grínast. Sko ég skal kaupa fyrir þig aftur í glasið. Ég bara þoli ekki að sjá fullorðna karlmenn gráta!“

„Nei, nei, það er ekki það,“ segi Jónas. „Það er bara að þetta er búinn að vera einn versti dagur lífs míns. Til að byrja með ætlaði ég aldrei að geta sofnað í nótt, kom í raun ekki dúr á auga fyrr en um fimmleitið, og þess vegna svaf ég yfir mig og mætti allt of seint á skrifstofuna. Yfirmaður minn varð alveg brjálaður og rak mig, og þegar ég fór út aftur og ætlaði að setjast inn í bílinn minn, þá sá ég að það var búið að stela houm. Löggan segir að það sé í raun ekkert sem hún getur gert annað en að vona að hann komi í leitirnar. Þá þurfti ég að taka leigubíl heim og þegar einn þeirra stoppaði loksins, þá uppgötvaði ég að ég hafði gleymt veskinu mínu og krítarkortunum heima, svo bílstjórinn bara ók í burtu aftur. Ég gekk alla leiðina heim og kom þá að konunni minni í rúminu með bréfberanum. Þá fór ég að heiman og kom hingað á barinn. Og svo, þegar ég var að velta fyrir mér að drepa mig, þá komst þú og drakkst eitrið mitt…“

^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^ ^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^

Jónas var á ferð um Róm og Vatikanið og var staðráðinn í að hitta Páfann. Og þarna var hann kominn í langa biðröð í fallegum og dýrum fötum og vonaði að Páfinn tæki eftir hversu vel hann væri klæddur og eiga nokkur blessunarorð við hann.
Páfinn gekk hægt og virðulega meðfram röðinni, en gekk viðstöðulaust framhjá Jónasi án þess svo mikið sem gjóa til hans öðru auganu. Síðan stoppaði Páfinn hjá róna sem húkti í rennusteininum, hallaði sér að honum og hvíslaði nokkrum orðum að honum. Svo hélt Hans Heilagleiki áfram.
Þetta fanst Jónasi óréttlátt. Hann fór og talaði við rónann og eftir smá hark samþykkti hann að þeir skyldu skiptast á fötum fyrir tíu miljón lírur. Með þessu vonaði Jónas að Páfinn myndi taka eftir honum daginn eftir
Daginn eftir var Jónas kominn í röðina snemma dags og beið síðan í illa lyktandi og götóttum fötunum langt fram eftir degi þangað til Páfinn lét sjá sig. Jónas var mjög vongóður að Páfinn myndi segja nokkur vel valin guðsorð við hann. Þegar Páfinn kom loks að þeim stað þar sem Jónas stóð, þá stoppði hann, hallaði sér að honum og hvíslaði: „Var ég ekki búinn að segja þér að drullast í burtu, helvítis ógeðið þitt?“