Jónas og Guðmundur voru úti að höggva eldivið og Guðmundur hjó af sér annan handlegginn.

Jónas vafði handlegginn í plastpoka og fór með hann og Guðmund til næsta skurðlæknis. Skurðlæknirinn sagði „Þetta er þinn happadagur! Ég er sérfræðingur í að græða limi á aftur. Komdu aftur eftir fjóra klukkutíma.“

Jónas kom aftur eftir fjóra tíma til að ná í vin sinn, en þá sagði skurðlæknirinn „Þetta tók styttri tíma en ég bjóst við. Guðmundur er núna niðri á hverfiskránni að fá sér sopa.“ Jónas fór á krána og þar var Guðmundur að súpa öl og kasta pílum.

Nokkrum vikum síðar voru Jónas og Guðmundur aftur að höggva við og Guðmundur, klaufinn sem hann er, hjó af sér annan fótinn. Jónas pakkaði fætinum inn í plastpoka og fór með hann og Guðmund til læknisins. Læknirinn sagði „Fætur eru erfiðari. Komdu aftur eftir sex tíma.“

Jónas kom aftur eftir sex tíma, en þá tók læknirinn á móti honum og sagði „Ég var fljótari að þessu en ég bjóst við. Guðmundur er úti á fórboltavelli.“ Jónas fór út á fótboltavöll og þar var Guðmundur að spila fótbolta eins og ekkert hefði í skorist.

Nokkrum vikum seinna varð Guðmundur fyrir hræðilegu slysi þegar hann hjó af sér höfuðið. Jónas setti höfuðið í plastpoka og fór með það og Guðmund sjálfan til læknisins. Læknirinn sagði. “Ja, höfuð eru sérlega erfið, en ég get alveg reynt. Komdu aftur eftir tólf tíma.“

Jónas kom aftur eftir tólf tíma og læknirinn sagði „Því miður, ég verð að tilkynna þér að Guðmundur dó.“

„Já, ég skil,“ sagði Jónas. „Höfuð eru sérlega erfið.“

Læknirinn sagði „Nei-nei, það er ekki það. Skurðaðgerðin heppnaðist fullkomlega og mér tókst að tengja höfuðið við líkamann eins og ekkert væri. Guðmundur kafnaði í plastpokanum!“