Þetta eru sannar spurningar úr þjónustuveri Landssímans… Þetta er bara snilld!

1# Ég er að flytja frá Akureyri til Reykjavíkur í eitt ár. Er hægt að flytja gsm númerið með sér til Reykjavíkur eða eða þarf ég að fá mér nýtt númer???

2# Nei, nei. Þetta er eitthvað bilað hjá ykkur. Ég er búinn að hafa þetta símtæki í 40 ár og hann fer nú varla að bila úr þessu!!!

3# Ég er að fara til USA á morgun og ætla að taka GSM símann minn með. Þarf ég að taka hleðslutækið með mér líka.

4# Þegar maður er staddur í útlöndum, og hringir heim, þarf maður að setja 354 fyrir framan, en hvað þarf maður að setja fyrir framan þegar maður er að senda tölvupóst erlendis frá???

5# Ég er með breiðvarpið, og horfi mest á spænsku stöðina. Hún
er svarthvít hjá mér og ég er að horfa á matreiðsluþátt. Veistu
nokkuð litinn á kökunni sem er á skjánum núna???

6# Hvað á þetta að þýða að loka símanum. Ég gerði allt upp hjá
ykkur fyrir nokkrum mánuðum síðan.

7# Ég var að pæla í að gefa stráknum mínum LSD. Getið þið
reddað því fyrir mig? (ADSL)

8# Ég stillti GSM símann minn á þýsku, en þegar ég sendi þýskri
vinkonu minni SMS, fær hún þau bara á íslensku!!!
Joey: Oh! Sorry… did I get you?