“Hvernig vissi pabbi þinn að við stálumst á bílnum hans í gærkvöldi?”
“manstu eftir stóra,feita og sköllótta kallinum sem við vorum næstum því búin að aka yfir?”
“Já hvort ég man!”
“það var pabbi”


—————————————— ———————–
Búktalari nokkur sat með lítinn brúðukarl í fanginu á veitingastað einum í Kópavogi og skemmti viðstöddum með hafnarfjarðar bröndurum.
Er hann hafði sagt nokkra slíka steig stór og íllilegur maður og sagði:“Mér líkar ekki þetta grín þitt um okkur hafnfirðingana.”
“Fyrirgefðu,”svaraði búktalarinn hissa,“en þetta eru nú bara…”
“Ég er ekki að tala við þig,”greip hafnfirðingurinn fram í ,“heldur þennan litla náunga sem þú ert með í fanginu”.


————————————— —————————

Hjónin voru að reyna að fá leigða íbúð og konan fór að ræða við húseigandann.
“Hvað starfið þið hjónin?” spurði húseigandin.
“Maðurinn minn er leigubílstjóri og ég er hjúkrunarkona”
svaraði hún.
“Nokkur börn?”
Já tvær dætur“
”skepnur?“
”Ó,nei,þær eru alveg yndislegar."