Jónas var orðinn aldraður miljónamæringur og kvæntist átján ára stúlkukind. Hann var nokkuð ánægður með ráðahaginn, en eftir nokkrar vikur sagði hún honum að hún færi frá honum ef hún fengi ekki alvöru ástaratlot hið fyrsta. Þá lét hann bíltjórann sinn aka sér til mjög frægs sérfræðings. Sérfræðingurinn skoðaði Jónas hátt og lágt og sprautaði hann síðan með sérstakri útgáfu af Viagra. „Sjáðu nú til,“ sagði læknirinn. „eina leiðin til að ná honum upp er að segja ‚Bíp‘ og til að gera hann mjúkan aftur segirðu ‚Bíp-bíp‘.“

„Þetta er stórkostlegt!“ sagði Jónas.

„Já, en ég verð að vara þig við,“ sagði læknirinn. „Þetta virkar ekki nema þrisvar áður en þú deyrð.“

Á leiðinni heim gerði Jónas sér grein fyrir því að hann mundi hvort eð er ekki lifa þrjá drætti, svo hann ákvað að prófa hvort þetta virkaði. Hann sagði „Bíp!“ og undir eins fékk hann ótrúlegan standara. Hann brosti ánægjulega og sagði „Bíp-bíp,“ til að losna við hann. Hann var farinn að hlakka til að koma heim. En þá kom lítill gulur Volkswagen-bíll upp að hliðinni á limósínunni og flautaði einu sinni „Bíp“ og bíll á hinni akreininni svaraði með „Bíp-bíp“ og þar með var annar farinn.

Jónas varð nú hræddur og sagði bílstjóranum að flýta sér. Þegar heim kom flýtti hann sér inn til að fá síðasta góða dráttinn sinn. „Elskan,“ kallaði hann, „ekki spyrja neins, farðu bara úr fötunum og legstu í rúmið.“ Hún sá að eitthvað stóð til og gerði eins og hann sagði. Hann klæddi sig úr og elti hana inn í herbergi. Þegar hann klifraði upp í rúmið sagði hann „Bíp,“ og var stór og stinnur.

Hann var um það bil að byrja á konunni sinni ungu þegar hún sagði „Hvaða ‚Bíp-bíp‘ kjaftæði var þetta?“


—————————————— ————————————–

Jónas kristnaðist og varð ofurtrúaður. Hann lá á bæn daginn út og inn og fór tvisvar á dag í kirkju (og stundum oftar) til að tala við guð sinn. En í næsta húsi bjó trúleysingi sem lét sér aldrei detta í hug að horfa á kirkjudyr, hvað þá fara inn.

En trúleysinginn lifði góðu lífi. Hann var í vel launuðu starfi, hann var kvæntur fallegri konu og börnin hans voru heilbrigð og höguðu sér vel. Jónas, aftur á móti, var í erfiðu, illa launuðu starfi, Magga fitnaði með hverjum deginum og börnin vildu ekki tala við hann.

Og einn daginn, þegar hann var í djúpri bæn, lyfti hann höfði sínu til himins sagði:

„Góður Guð, ég heiðra þig á hverjum degi, ég spyr þig ráða um vandamál mín og játa fyrir þér syndir mínar. En nágranni minn sem trúir ekki á þig og fer áreiðanlega aldrei með neinar bænir hefur fengið allt sem hugurinn girnist á meðan ég er fátækur og þarf að þola ýmislegt andstreymi. Hvers vegna er þetta svo?“

Og þá heyrðist djúp og máttug rödd að ofan:

„AF ÞVÍ HANN ER EKKI AÐ TRUFLA MIG Í TÍMA OG ÓTÍMA!


——————————————- ————————————-

Jónas og fjölskylda voru á ferðalagi, eins og margir gera að sumarlagi, og þau höfðu stoppað við þjóðveginn til að fá sér af nestinum sínu.

Þá sáu þau hvar bíll kom akandi og stoppaði og út úr honum stökk maður sem gróf dálitla holu rétt utan við veginn. Síðan fór hann aftur inn í bílinn. Smá stund leið og þá stökk annar maður út úr bílnum, fyllti holuna og stökk inn í bílinn aftur. Bíllinn fór smá spöl áfram og stoppaði og sami leikurinn átti sér stað: fyrri maðurinn snarðist út, mokaði holu og fór inn í bílinn. Eftir smá hlé kom seinni maðurinn út, fyllti holuna og fór inn í bílinn. Síðan óku þeir áfram nokkra metra.

Þegar þeir stoppuðu fyrir framan þar sem Jónas var að borða nestið sitt spurði hann hverju þetta sætti. Fyrri maðurinn sagði: „Við erum í ræktunarvinnu hjá vegagerðinni.“ Og seinni maðurinn bætti við: „Við setjum niður tré við veginn, en maðurinn sem setur plönturnar í holurnar er veikur í dag.“


——————————————– ————————————

Jónas og Magga voru nýgift og nú ætlaði Jónas að setja nokkur lög.

„Ég kem heim þegar ég vil, ef mig langar til þess, á hvaða tíma sem er — og án þess að fá eitthvert nöldur frá þér. Ég geri ráð fyrir að fá frábæran mat á borðið á hverju kvöldi, nema ég láti þig vita annað. Ég fer í lax, rjúpu og fyllirí með gömlu félögunum þegar ég vil og þú mátt ekki rexa neitt útaf því. Þetta eru mínar reglur! Hefur þú etthvað við þær að athuga?“

„Nei, nei,“ sagði Magga. „Svo framarlega sem þú gerir þér grein fyrir að hér verður stundað kynlíf á hverju kvöldi klukkan hálf níu — hvort sem þú ert heima eða ekki.“


——————————————- ————————————-

Einn dag í apríl sagði Magga að það þyrfti að mála húsið að utan. „Það er enn vetur!“ sagði Jónas. „Kemur ekki til mála.“

Í maí sagðist Magga vera búin að kaupa utanhússmálningu. Jónas sagði að það væri enn of kalt til að mála.

Um daginn heyrði Jónas Möggu kalla á hjálp fyrir utan húsið og fór út. Þar hjálpaði hann henni að koma upp stiganum svo hún gæti byrjað að mála. Svo fór hann inn og sóti sér bjór. Þegar Jónas var sestur í sólstólinn og byrjaður að sötra bjórinn rétt hjá þar sem Magga var að mála, þá kom ein nágrannakonan framhjá. „Skammastu þín ekki?“ sagði hún. „Hvernig getur þú setið þarna og drukkið bjór á meðan konan þín stendur uppí stiga og þrælar við að mála húsið?“

Jónas horfði upp á nágrannakonu sína og sagði „Henni finnst bjór vondur.“


—————————————– —————————————

Magga var að borga vörurnar í kjörbúðinni þegar afgreiðslustúlkan tók eftir að Magga var með fjarstýringu fyrir sjónvarp í töskunni sinni.

„Ertu alltaf með fjarstýringu með þér hvert sem þú ferð?“ spurði hún.

„Nei, nei,“ sagði Magga. „Jónas vildi ekki koma með mér að versla vegna þess að heimsmeistarakeppnin er í gangi og þess vegna tók ég fjarstýringuna með mér til að hefna mín.“