Jónas og Magga eru sofandi þegar allt í einu heyrist bankað á dyrnar

hjá þeim. Jónas veltir sér við, og lítur á klukkuna: hún er hálf fjögur.

“Ég ætla sko ekki að fara á fætur á þessum óguðlega tíma,” hugsaði Jónas

og hallar sér aftur. Þá er aftur barið og nú fastar en áður.

“Ætlar þú ekki að fara til dyra?” spyr Magga.

Svo Jónas drattast framúr og að útidyrunum. Hann opnar og þar stendur

maður, greinilega mjög drukkinn. “Góða kvöldið,” drafar sá drukkni.

“Mætti ég biðja þig um að ýta mér dálítið??”

“Nei, farðu til fjandans. Klukkan er hálf fjögur. Ég var

sofandi!” segir Jónas og skellir hurðinni aftur. Hann fer upp í rúm og segir

Möggu hver þetta var. Magga segir “Þetta var nú ekki sérlega kurteislegt af

þér. Manstu kvöldið þegar bíllinn okkar bilaði í rigningunni og þú

þurftir að banka hjá manninum og fá aðstoð við að koma honum í gang aftur?

Hvað heldurðu að hefði gerst ef hann hefði sagt þér að fara til

fjandans?” “En hann er blindfullur,” mótmælir Jónas.

“Það skiptir ekki máli,” segir Magga. “Hann þarfnast hjálpar og

það væri ómannúðlegt að bjóða honum ekki aðstoð.” Svo að Jónas neyðist

til að klæða sig og fara fram. Hann opnar dyrnar, en þar sem hann sér ekki

manninn,

þá kallar hann. “Hey, viltu ennþá láta ýta þér?” Og hann heyrir rödd sem

drafar “Já takk!”

Jónas getur enn ekki komið auga á manninn, svo hann kallar “Nú,hvar ertu þá?”

Og maðurinn svarar “Ég er hérna í rólunni þinni.”





————————————————— ——-


Endaþarmssvitalyktareyðir

Ljóska kemur inn í apótek og biður um endaþarmssvitalyktareyðir.
Apótekarinn
reynir að leyna undrun sinni og útskýrir fyrir ljóskunni að þeir selji ekki
endaþarmsvitalyktareyði og hafi aldrei gert. En ljóskan fullyrðir að hún sé
búin að kaupa svoleiðis reglulega einmitt í þessu apóteki; og hana vanti meira.
“Mér þykir það leitt”, segir apótekarinn, “við eigum ekkert slíkt.”
“En ég hef alltaf fengið þetta hérna,” segir ljóskan. “Áttu nokkuð gamlar umbúðir sem þú gætir sýnt mér?”
“JÁ!” segir ljóskan, “ég fer heim og sækir þær.”
Stuttu seinna kemur hún til baka og réttir apótekaranum gamla
svitalyktareyðirinn, apótekarinn lítur á hann og segir: “En þetta er bara
ósköp venjulegur svitalyktareyðir til að nota undir hendurnar!”
Pirruð; hrifsar ljóskan tóma svitalyktareyðirinn af apótekaranum og les
upphátt það sem stendur aftan á honum:



“TO APPLY, PUSH UP BOTTOM.” !!!!!