Hérna eru nokkrir brandarar sem ég hef safnað saman.

Á geðveikrahæli.

Bóndi nokkur ók fram hjá geðveikrahæli á dráttarvélinni sinni og var með mykjudreifara í eftirdragi. Einn vistmaðurinn sá hann og kallaði til hans: ,,Hvað ertu með þarna?“
-,,Kúamykju” svaraði bóndinn.
-,, hvað ætlaru að gera við hana?“ spurði vistmaðurinn.
-,, setja hana á jarðaberin mín” svaraði bóndinn.
-,, ja, hérna“ sagði vistmaðurinn. ,,þú ættir að koma í mat hérna á hælinu. Hér fáum við sykur og rjóma á þau.

Geðlæknirinn var að sýna gest nokkrum geðveikrahæli sitt. Þeir komu að klefa þar sem maður sat og starði út í buskann.
,,Hvað er að þessum manni?” spurði gesturinn.
-,,Kærastann hans stakk af með öðrum manni og skildi hann eftir við altarið. þá truflaðist hann.
Þeir héldu áfram og litu inn í næsta klefa. Þar stóð maður og bari höfðinu í vegginn í sífellu.
-,,En hvað með þennan?“ spurði gesturinn.
-,,Þennan?” sagði læknirinn ,,þetta er sá sem hún giftist.“
——————————————- ——————————————————- ————————————

Vinna og vinnubrögð.

,,Ég vildi að það væru 365 frídagar á hverju ári.
-,, Ertu vitlaus! Þá þyrfti maður að vinna 1 dag á fjagra ára fresti.

Það var eitt þúsund krónum of mikið í launaumslaginu hans Stjána eina vikuna, en hann var ekkert að hafa orð á því við forstjórann. Forstjórinn tók hinsvegar sjálfur eftir þessu og dró 1000 krónur af kaupi Stjána við næstu útborgun.
,,Heyrðu góði,” sagði Stjáni. ,,Það vantar þúsundkall í umslagið mitt.“
-,, jæja, sagði forstjórinn. ,, Þú varst ekkert að hafa orð á því að það var 1000 krónum of mikið í umslaginu þínu í síðustu viku.
-,, nei sagði Stjáni.” ,,ég kippi mér ekkert upp við það þótt menn geri mistök einu sinni, en þegar það endurtekur sig er kominn tími til þess að láta í sér heyra!“

,,Ég nýt þess að heyra vekjaraklukkur hringja á morgnanna. Ég skil ekki fólk sem bölvar þeim í sand og ösku. Mér finnst hringing vekjaraklukkunnar svo táknræn fyrir lífið sjálft; Hún er ákall til borgarinnar um að vakna af svefni, tilkynning um að nýr dagur sé hafinn - að stræti og hús muni brátt fyllast af iðandi lífi. Ég ný þess sannarlega að heyra vekjaraklukkur hringja.”
-,, Slíkri vinnugleði og metnaði hef ég sjaldan kinnst. Hvað starfar þú?“
-,, ég er næturvörður.

Verkstjórinn: ,,Ég sé að Sæmundur tekur tvo kassa í einu en þú bara einn.”
Ingimundur: ,,Já, hann er líklega of latur til þess að fara helmingi fleiri ferðir.“
——————————————– ——————————————————- ———————————–
Villta vestrið.

,,Hver málaði hestinn minn bláan?” Öskraði ævareiður kúreki sem kom þjótandi inn á krána.
Dauðaþögn ríkti, uns risavaxinn náungi stóð upp og sagði: ,,það var ég.“
Hestaeigandinn virti risann fyrir sér og stamaði svo: ,, É-ég ætlaði bara að segja þér að hann væri orðinn þurr, ef þú vildir mála aðra umferð.”

Tveir kúrekar sátu á kránni og spiluðu póker. Annar þeirra brosti út að eyrum, sló í borðið og kallaði: ,,Ég vinn!“
-,,Hvað ertu með á hendi?” spurði hinn kúrekinn.“
-,,Fjóra ása,”
-,, ég er hræddur um að það dugi ekki.“
-,, En það getur varla verið,” sagði sá fyrri. ,,Hvað ert þú með?“
,,Tvær níur og hlaðna byssu.”
-,,Æ“ sagði sá fyrri. ,,Þú vinnur. Hvernig stendur eiginlega á þessari heppni þinni?”
——————————————— ——————————————————- ———————————-
Vinir


Finnur hafði ekki komið heim til sín og konan hans var orðin áhyggjufull. Hún hringdi í fimm bestu vini hans og skildi eftir skilaboð á símsvaranum hjá hverjum og einum: ,,Þetta er Rúna.
Finnur kom ekki heim í nótt. Gisti hann hjá þér?“
Allir fimm hringdu og sögðu:
,,Já, hann gisti hjá mér í nótt”

,,Aumingja Baldvin missti helminginn af vinum sínum um leið og hann tapaði aleigunni.“
-,, Nú hvað með hina?”
-,,Þeir vita ekki enn að hann tapaði aleigunni.“
—————————————– ——————————————————- ————————————–
Við gullna hliðið.

Jesú Kristur býðst til þess að leysa Lykla-Pétur af við gullna hliðið.
,,Farðu og fáðu þér kaffi,” segir Jesús. ,,Ég skal hleypa inn á meðan.“
Lykla-Pétur fer og Kristur tekur við. Eftir nokkra stund kemur gamall maður haltrandi upp að hliðinu.
,,Hvað hefur þú gert til þess að eiga rétt á inngöngu?” Spyr Kristur eins og venja er til.
-,, það er nú fátt,“ segir gamli maðurinn. ,,Ég var fátækur trésmiður og lifði óbreyttu lífi. Það eina merkilega var sonur minn.”
-,,Sonur þinn?“ segir Jesú áhugasamur.
-,, Já hann var engum líkur. Fæðing hans var söguleg og seinna gekk hann í gegn um mikla umbreytingu. Hann varð heimsfrægur og er enn í miklum metum víða.”
,,Kristur starir andartak á manninn, faðmar hann svo að sér og segir: ,,Pabbi, Pabbi!“
Gamli maðurinn faðmar Krist að sér líka og spyr: ,,Gosi?”
——————————————– ——————————————————- ———————————–

Mér finnst þessi seinasti bestur…
It's a cruel world out there…