Kennari: Stafaðu orðið rúm.
Drengur: Rúmm
Kennari: Slepptu öðru m-inu.
Drengur: Hvoru?


Kennarinn sagði nemendum að teikna mynd.
Nokkru seinna veitti hann því athygli
að eins stúlkan var ekki að teikna heldur
truflaði hún bara hin börnin.
Kennari: Hvað ertu að teikna?
Stúlkan: Lögreglumann sem er að elta ræningja.
Kennari: Má ég sjá?
Stúlkan: Já, gjörðu svo vel.
Kennari: Ég sé ekkert teiknað á blaðið?
Stúlkan: Sko, þeir eru farnir
svo langt í burtu að þeir sjást ekki lengur…

Spurning: Hvernig veiðir þú smáfugl?
Svar: Með því að klifra upp í tré og leika ber.


Móðirin: Ég hef aldrei nokkurn tíma séð neinn
eins latan og þig. Er eitthvað í veröldinni sem þú gerir hratt?
Sonurinn: Já! Ég verð voða hratt þreyttur…