A
Í barnamessu á aðventunni ræddi presturinn við börnin um uppruna og tilgang jólanna. Hann ræddi meðal annars um fæðingu Krists, sem átti sér stað fyrir langa löngu, sagði sögur af bernsku frelsarans og fleira honum tengdu í tilefni jólanna sem nálguðust óðum.
“Hvar haldið þið að hann sé staddur í dag”.? Spurði hann börnin.
Jón rétti upp hendina og svaraði að bragði “ Hann er uppi í himninum!”
Presturinn snéri sér að Möggu sem einnig hafði rétt upp hendina. “ Hann er í hjarta mínu!” svaraði hún.
Stebbi litli á næsta bekk fyrir aftan veifaði báðum höndum í ákafa; “Ég veit hvar hann er! Ég veit hvar hann er! Hann er á baðherberginu heima”! Öll börnin og presturinn litu undrandi á Stebba. Þegar presturinn hafði áttað sig á svari drengsins spurði hann; “ Hvers vegna heldur þú það”? “ Jú veistu! Á hverjum morgni heima, þegar pabbi er kominn á fætur lemur hann á baðherbergishurðina og kallar; ” Jésus Kristur! ertu enn þarna inni?“.


B
Þorláksmessa var runnin upp og herra Jóli sjálfur sat niðursokkinn við að skrifa jólagjafalistann á verkstæði sínu og yfirfara hann aftur og aftur, þegar barið er létt á dyrnar og frúin hans Jóla spyr hann brosandi og elskulega; ”Hvar á ég að setja stígvélin og vettlingana þína“?
Jóli, önnum kafinn og aðeins önugur yfir þessari léttvægu truflun svarar
undireins; ”Æ! Settu þetta fram við útidyr og hættu að trufla mig. Sérð ekki að ég er þrælupptekinn?
Hann rýnir þungur á brún í listann þegar nokkrum mínútum síðar er aftur barið á dyrnar. Glaðlegur álfur snarast inn. Heyrðu Jóli! Öll leikföngin eru tilbúin og innpökkuð. Hvar viltu að ég setji þau“? Jóli svarar snöggt;” Hentu þeim á sleðann, auðvitað! Sérðu ekki að ég er að reyna komast af stað. Svo vil ég ekki frekari truflun!“
En rétt í því að Jóli nær aftur að einbeita sér yfir listann er hann
truflaður. Engill stendur í dyrunum ” Jóli! Ég er hér með jólatréð þitt.
Hvar viltu að ég setji það?
Og síðan þá er sprottin hefðin, hversvegna engill er settur á toppinn á
Jólatrénu.




mér finnst B
Have a nice day