Miðaldra maður, Jakob að nafni, stundaði á sínum tíma vaktavinnu hjá virtu fyrirtæki sem staðsett var skammt utan borgarmarkanna. Honum fannst áfengissopinn góður og átti það stundum til að leita uppi gleðskap hjá vinum og kunningjum þegar dagvaktinni lauk.
Gat þa´stundum dregist fram eftir nóttu að hann kæmi heim. Kona Jakobs, gribba hin mesta, var orðin býsna þreytt á þessu athæfi bónda síns og ætlaði ekki að líða það stundinni lengur.
Einn þriðjudagsmorguninn kom Jakob ekki heim fyrr en rúmlega átta og fékk þá vægast sagt óblíðar móttökur hjá konu sinni. Með þungu höggi sendi hún manninn sinn beint í gólfið.
Hann missti þegar meðvitund.
Þegar Jakob rankaði við sér stuttu síðar kraup eiginkonan grátandi við hlið hans og sagði aumkunarverðum rómi: “Geturðu fyrirgefið mér, elsku Kobbi minn. Ég varbúin að steingleyma því að Þú varts að koma af næturvakt”


“Góður ha”