,,Gætir þú gert mér stóran greiða?“ spurði tannlæknirinn sjúkling sinn.,,VIlltu öskra eins hátt og þú getur!”
,,Öskra? EN ég finn ekkert til!“ sagði sjúklingurinn.
,,Ég veit það,” sagði tannlæknirinn.
,,En það bíða mjög margir frammi á biðstofunni og mig langar svo til að sjá leikinn á Sýn á eftir.“


Þegar fjölskyldan var nýflutt í stóra húsið kom Sigga frænka í heimsókn.
,,Hvernig líður ykkur í nýja húsinu?” spurði hún Elínu, fimm ára.
,,Æðislega vel,“ sagði sú stutta. ,,Ég er með sérherbergi, Maggi fékk sérherbergi og Einar líka. En aumingja mamma þarf enn að sofa inni hjá pabba.”


,,Af hverju ert þú hættur að vera svona rómantískur eins og þú varst?“ spurði Rakel. ,,Sjáðu manninn í næsta húsi sem notar hvert tækifæri til að kyssa konuna sína. Hvers vegna gerir þú það aldrei?”
,,Ég væri meira en til í það,“ sagði eiginmaðurinn, ,,en mér finnst ég ekki þekkja hana nógu mikið til þess.”


Stór hundur kom á síastöðina og fyllti út skeytaeyðublað. Hann skrifaði: Voff, voff, voff, voff, voff, voff, voff, voff, voff.
,,Hér eru bara níu orð,“ sagði afgreiðslumaðurinn. ,,Þú mátt bæta einu ,,voffi” við fyrir sama verð.“
,,En þá er setningin orðin algjörlega óskiljanleg,” svaraði hundurinn.