Nonni litli kemur til fóstrunar á leikskólanum og segist hafa fundið dauðan kött.

“Hvernig veistu að hann sé dauður?” spyr fóstran.

“Af því að ég pissaði í eyrað á honum,” segir Nonni litli sakleysislega.

“Ha??” skrækir fóstran.

“Þú veist,” útskýrir Nonni, “hvíslaði í eyrað á honum “Pssst” og hann hreyfði sig ekki“.
———————–
Ríkur fjárfestir og fyrirtækjaeigandi hitti tilvonandi tengdason sinn.

”Velkominn í fjölskylduna,“ segir hann. ”Ég er svo ánægður með að fá þig sem tengdason, að ég er að spá í að gera þig að helmings eiganda í fyrirtækinu mínu. Allt sem þú þarft að gera er að mæta í verksmiðjuna og sjá hvað við erum að framleiða og læra inn á ferlið.“

”Ó, ég er ekki viss um að ég geti það,“ segir tengdasonurinn tilvonandi, ”ég þoli ekki verksmiðjur. Hávaðinn fer í taugarnar á mér.“

”Jæja, þú getur kannski unnið á skrifstofunni,“ segir tengdafaðirinn tilvonandi.

”Úff, ég þoli ekki skrifstofuvinnu, ég get ekki setið á rassgatinu allan daginn.“

”Bíddu nú hægur,“ segir tengdafaðirinn tilvonandi pirraður, ”ég var að enda við að gera þig að meðeiganda á einu stærsta fyrirtæki landsins, en þú getur ekki hugsað þér að vinna þar. Hvað á ég að gera?“

”Auðvelt,“ segir ungi maðurinn, ”keyptu mig bara út…“
—————————–
Við vatnstankinn á skrifstofunni er leiðinlegi gaurinn í fyrirtækinu að grobba sig eins og vanalega. Viðfangsefni dagsins voru börnin hans. Einn sonur hans var kennari í Bólivíu, annar var að vinna í Ástralíu og loks var það dóttir hans sem var að vinna árs rannsóknarverkefni á Indlandi.

”Hvað er það við þig,“ dæsir einn samstarfsmaður hans allt í einu, ”sem fær börnin þín til að langa eins langt í burtu og þau komast?“
——————————
Guðmundur var í Japan í viðskiptaerindum. Eitt kvöldið nær hann sér í gellu og tekur hana með sér upp á hótel. Þar hefjast þessar fínu samfarir og á meðan æpti gellan í sífellu ”Fujifoo, Fujifoo!!!“, sem Guðmundur tók sem að henni þætti þetta geðveikt gott.

Daginn eftir er Guðmundur í golfi með væntanlegum viðskiptavinum og slær holu í höggi. Til að ganga í augun á viðskiptavinunum æpir hann hátt og skýrt: ”Fujifoo“. Japanirnir líta á hann hissa og segja: ”Nei, nei, þetta var rétt hola."