Tveir piparsveinar voru að spjalla saman og snérist umræðan óvænt upp í eldamennsku.

“Ég eignaðist einu sinni matreiðslubók,” segir annar, “en ég gat aldrei notað hana.”

“Alltof mikið af flóknum hlutum í henni, hehe?” spyr hinn í gríni.

“Mikið rétt. Allar uppskriftir byrjuðu þannig - Takið hreinan disk…”
—-
Þegar líða tók að lokum starfsviðtalsins, spyr starfsmannastjórinn unga verkfræðinginn:
“Hvaða byrjunarlaun hafðir þú hugsað þér?”

“Ég var nú að gæla við svona 8 - 9 hundruð þúsund á mánuði. Veltur náttúrulega á því hvað er innifalið í hlunninda pakkanum,” segir verkfræðingurinn.

“Já,” segir starfsmannastjórinn, “hvað myndirðu segja ef ég segði þér að í hlunnindapakkanum okkar er 5 vikna sumarfrí, 14 borgaðir frídagar, ókeypis tannlæknaþjónusta, auka mótframlag í lífeyrissjóð að verðmæti 25% af mánaðarlaununum og bíll annað hvert ár - eigum við að segja BMW að eigin vali?”

Verkfræðingurinn missti andlitið: “Váá!! Þú ert að grínast!”

“Já, reyndar. En þú byrjaðir!”