Sirkuseigandi á Englandi fór á hausinn og seldi allt nema fílinn sinn góða sem honum þótti vænst um. Hann ákveður að efna til keppnar, hann setti því auglýsingu í blaðið sem hljóðaði svona: Sá sem kemur í sirkusinn minn og fær fílinn minn til að hoppa fær að eiga allann ágóðann af þessu, það kostar 100kr. að taka þátt!
Það koma margir en enginn getur þetta, mánuður er liðinn og svo kemur lítill gaur með baseball kylfu, borgaqr 100kr. og fer að fílnum og heilsar honum. Hann fer fyrir aftan fílinn og dúndrar með kylfunni í punginn á fílnum svo fíllinn hoppar. Sirkuseigandinn varð leiður því að hann þurfti að láta gaurinn fá allann ágóðann sem var um 100.000kr.
Mánuði seinna ákveður hann að efna til annarrar keppnar, hann setti auglýsingu í blaðið sem hljóðaði svona: Hver sá sem getur fengið fílinn minn til að hrista höfuðið fær allann ágóðann, það kostar 100kr. að taka þátt!
Það koma margir eins og í fyrra skiptið en enginn gat þetta. 1.000.000 komin í pottinn. Litli gaurinn kom aftur með kylfuna, borgaði, fór fyrir framan fílinn og spurði: Manstu eftir mér? ,fíllin kinkaði kolli, Manstu hvað ég gerði? fíllinn kinkaði aftur kolli og að lokum spurði gaurinn Viltu að ég geri þetta aftur? Þá hristi fíllinn höfuðið.
- Á huga frá 6. október 2000