Númer 1

Bóndi einn varð fyrir því óláni að kvíga sem hann átti reif sig á gaddavír og fékk 30. cm djúpan skurð á síðuna. Hann hringdi óðara í dýralækni sem kom og saumaði sárið saman og sagði við bóndann; “Þú verður svo að gæta þess að skipta reglulega um umbúðir á kvígunni, helst á 2-3 daga fresti í 2 vikur” “Nú!” segir bóndinn “Hvernig á ég að fara að því?”. “Þú tekur bara dömubindi og setur yfir skurðinn og festir það með tape, þú færð þetta í kaupfélaginu”. bóndinn fer svo í kaupfélaið og segir við afgreiðsludömuna; “Mig vantar dömubindi og teiprúllu”, “Jæja” segir afgreðislukonan “En það eru til svo margar gerðir af dömubindum. Viltu þunn, með vængjum eða stór eða lítil eða hvernig dömubindi hafðir þú hugsað þér?” “Hvernig á ég að vita það” sagð'i bóndinn “Eina sem ég veit er að rifan er 30 cm löng og ansi djúp!”

Númer 2

HE BEST BLONDE JOKE OF THE YEAR?

A man is in his front yard mowing grass, when his attractive, blond female neighbor comes out of the house and goes to her mailbox. She opens it then slams it shut, and storms back in the house. A little later she comes out of her house again goes to the mail box, and again opens it,slamsit shut again. Angrily, she goes back into the house. As the man was getting ready to edge the lawn, he sees his blonde neighbor, once again, marching to her mail box. She opens it and then slams it shut harder than ever. Puzzled by her actions the man asked her, “Is something wrong?” To which she replied, “There certainly is!”



(are you ready? … this is a beauty ..)




My stupid computer keeps saying, “YOU'VE GOT MAIL.”

Númer 3

Frá því var skýrt í útvarpi í Bandaríkjunum nýlega að
í miðskóla í Oregon hefði komið upp sérkennilegt
vandamál. Margar stúlknanna í skólanum voru farnar að
nota varalit og báru hann á sig inni á á klósettinu.
Það var svo sem í allt lagi, en eftir að þær
höfðu borið litinn á varirnar þá gerðu þær það að
venju sinni að þrýsta þeim á spegilinn og skilja eftir
sig fjöldan allan af kossaförum.
Skólastýran sá að við svo búið mátti ekki standa og
eitthvað yrði til bragðs að taka. Hún kallaði því
allar stúlkurnar inn á klósettið þar sem þær hittu
fyrir húsvörðinn. Hún útskýrði fyrir þeim að þessi
kossaför væru farin að skapa mikið vandamál fyrir
hreingerningafólkið, sem varð að þrífa spegilinn á
hverju kvöldi. Til þess að sýna þeim hversu erfitt það
var, þá bað hún húsvörðinn að þrífa spegilinn. Hann
náði í langan þvottakúst, dýfði honum ofan í klósettið
og þreif síðan kossaförin af með honum. Síðan hefur
ekki eitt einasta kossafar sést á speglinum.

Númer 4

Uglan




Uglan (eftir stúlku í fimmta bekk)
Fuglinn sem ég ætla að skrifa um er ugla. Ég veit ekki mikið um uglur
þannig
að ég ætla skrifa um leðurblöku. Kýrin er spendýr. Hún hefur sex hliðar
þ.e.
hægri hlið, vinstri hlið efri hlið og neðri hlið. Að aftan hefur hún halann
sem burstinn hangir í. Með burstanum fælir hún flugurnar í burtu svo þær
komist ekki í mjólkina.
Höfuðið er til þess að hornin geti vaxið og að munnurinn geti verið
einhversstaðar. Hornin eru til þess að stanga með en munnurinn til að borða
með. Undir kúnni hangir mjólkin. Mjólkin kemur bara og kemur, allveg
endalaust. Hvernig kúin gerir þetta hef ég ekki ennþá komist að en hún
getur
búið til meira og meira.
Kýrnar hafa mjög næmt lyktarskyn og lyktin af þeim finnst mjög langt langt
í
burtu. Það er skýringin á ferska sveitaloftinu. Karlmannskýr eru kölluð
naut. Þau eru ekki spendýr.
Kýrnar borða ekki mikið en það sem þær borða, borða þær tvisvar svo þær fái
nóg. Þegar þær eru svangar þá baula þær en þegar þær segja ekki neitt þá er
það vegna þess að þær eru pakksaddar.