Prestur einn var mikill áhugamaður um golf og notaði hvert tækifæri sem gafst til að fara á golfvöllin.
Þetta var orðin algjör ástríða hjá klerki.Einn sunnudag vaknaði prestur snemma þetta var fullkomin dagur fyrir golf.
Sól skein í heiði og hlý golan lék um vanga.Nú var prestur í miklu
hugarstríði hvað hann ætti að gera,fara að messa eða fara í golf.
Eftir miklar vangaveltur áhvað hann að hringja í aðstoðarmann
sinn og segja honum að hann væri veikur og hann hreinlega gæti
ekki messað.
Eftir símtalið tók hann saman golfdótið og keyrði fjórar klukkustundir út úr bænum og skráði sig inn á golfvöll þar sem engin gat hugsanlega þekt hann.
Hann byrjaði hamingjusamur að spila golf.
Engill einn á vegum guðs sá til hans og var langt frá því
að vera ánægður.Hann fór til Guðs og sagði:Sjáðu prest,þú verður
að refsa honum fyrir það sem hann er að gera.
Guð kinkaði kolli til samþykis.
Nú sveiflaði klerkur að kúlu á fyrstu holu.Þetta var fullkomið
högg.Kúlan þaut í gegnum loftið og lenti beint ofan í holunni
þar sem henni var ætlað að lenda.
Hola í höggi hjá séranum og eins og að drekka vatn.
Presturinn hoppaði næstum hæð sína af ánægju yfir högginu.
Engillin varð mjög hissa á þessu,hann snéri sér að guði og sagði
:Fyrirgefðu,en ég hélt að þú ætlaðir að refsa honum.
Guð brosti bara og sagði:Hugsaðu þér hverjum hann gæti sagt
frá þessu.


ég sá þetta í Séð og Heyrt
Tenging næst ekki við gagnagrunnsþjón: Unknown MySQL Server Host ‘cartman.hugi.is’ (11)