Þegar ég eignaðist hundinn minn og komið var að því að gefa honum nafn langaði mig að nefna hann eitthvað annað en þessi sígildu hundanöfn sem maður heyrir allstaðar, eins og Snati, Sámur eða Depill. Svo minn hundur fékk nafnið Dráttur en það hefði ég ekki á að skýra hann því þetta nafn hefur oft valdið miklum misskilningi.
Þegar ég fór í Ráðhúsið á dögunum til að fá endurnýjun fyrir Drátt sagði ég við afgreiðslumanninn að ég vildi fá Leyfi fyrir Drætti, svaraði hann:“ég líka” En þegar ég svaraði honum að þetta væri hundur sagði hann að honum væri alveg sama hvernig hún liti út.“En þú skilur þetta ekki” sagði ég, “ég fékk Drátt þegar ég var 9 ára. Þá svaraði afgreiðslumaðurinn: ”þú hefur þá verið mjög bráðþroska“
Þegar ég gifti mig og fór í brúðkaupsferð, tók ég hundinn með.Í móttökunni á hótelinu sagðist ég vilja fá herbergi fyrir okkur hjónin og auka herbergi fyrir Drátt.Mér var svarað að öll hótelherbergin væru ætluð fyrir drátt en ég svaraði að Dráttur héldi vöku fyrir mér á næturnar.Afgreiðslumaðurinn svaraði: sama hjá mér.
Einn daginn lét ég skrá Drátt í hundakeppni, rétt áður en keppnin hófst slapp hunurinn frá mér. Einn keppendanna snéri sér við og spurði hvers vegna ég væri að skima í kring um mig. Ég svaraði að ég hefði nú hugsað mér að vera með Drátt í keppninni hann svaraði: þú hefðir átt að selja miða að þeirri keppni. Heyrðu þú skilur þetta ekki rétt sagði ég, ég var að vonast til að geta sýnt Drátt í sjónvarpinu.Þá svaraði hann: það vantar greinilega ekki sjálfsálitið hjá þér.
Þegað við hjónin skildum fór malið fyrir dómstóla því auðvitað vildi ég berjast fyrir að fá Drátt, ég sagði: herra dómari, ég fékk Drátt aður en ég giftist. Dómarinn svaraði ”ég líka" Þá sagði ég honum að Dráttur hefði horfið þegar ég kvæntist. Og hann svaraði: hjá mér líka
Í gærkvöldi stakk Dráttur af, ég var í marga klukkutíma að leita af
honum.Lögregluþjónn kom til mín og spurði: hvað ertu að gera í þessari skuggalegu hliðargötu kl 4 um nótt? Og ég svaraði: leita af Drátt!

Ég verð kölluð fyrir dómarann á föstudag