Maður einn fær vinnu sem öryggisvörður í kassagerðinni. Mikið hafði verið um þjófnað af hálfu starfsmanna á næturvaktinni, þannig að hvern morgun þegar starfsmennirnir fóru í gegnum hlið öryggisvarðarins, athugaði öryggisvörðurinn töskur starfsmanna, vasa þeirra til að vera viss um að engu hafi verið stolið.

Hlutirnir gengu eins og í sögu hjá öryggisvörðinum fyrstu nóttina þangað til að maður nokkur kom að hliðinu ýtandi hjólbörum á undan sér sem var full af dagblöðum. “Aha”, hugsaði vörðurinn, “hann heldur ad hann geti leynt því sem hann er að stela með fullt af dagblöðum”. Þannig að hann fór í gegnum dagblöðin, rótaði í þeim en fann ekki neitt. Samt fannst verðinum eins og maðurinn væri eitthvað fela, svo að hann spurði hann út í dagblöðin.

“Ég fæ smá aukapening fyrir að fara með þessi blöð í endurvinnslu, þannig að ég fer í mötuneytið og týni upp öll blöðin sem fólk hefur hent”.

Vörðurinn hleypti honum í gegn, en ákveður að hafa náið auga á þessum manni.

Næsta kvöld skeði það sama, kvöldið eftir það. Viku eftir viku hélt þetta svona áfram. Sami maðurinn keyrði á undan sér hjólbörur fulla af dagblöðum í gegnum hliðið hjá verðinum. Og alltaf fór vörðurinn í gegnum blaðahrúguna en fann aldrei neitt. Eitt kvöld, um ári síðar, mætti vörðurinn til vinnu og fékk skilaboð þess efnis að hann ætti að hitta yfirmann sinn.

Hann gekk inn á skrifstofu yfirmanns síns en áður en hann gat sagt orð, sagði yfirmaðurinn, “Þú ert rekinn!”

“Rekinn?”, sagði hann undrandi, “Af hverju? Hvað gerði ég?”

“Það var starf þitt að koma í veg fyrir það að það væri nokkru stolið úr kassagerðinni og þú brást því. Svo að þú ert rekinn!”

“Bíddu nú hægur, hvað meinarðu ‘ég hafi brugðist’. Það var aldrei neinu stolið á meðan ég var á vakt.”

“Jæja, er það!” svaraði yfirmaðurinn, “Hvernig útskýrir þú þjófnaðinn á 365 hjólbörum?”