_______________________________________________________ ___________

Maður kemur inn á Skuggabarinn og pantar drykk. Stuttu seinna heyrir barþjónninn síma hringja og sér að maðurinn lyptir hendinni upp að andlitinu og byrjar að tala. Þegar hann hefur lokið við að tala spyr barþjónninn hvað sé í gangi. Maðurinn segir að hann noti símann það mikið að hann hafi látið græða GSM síma í hönd sína svo hann þurfi ekki alltaf að muna að hafa hann með. Þjónninn trúði þessu ekki svo maðurinn hringir í númer, setur höndina á eyra þjónsinns og leyfir honum að heyra þegar síminn hringir hinum megin. Næst spyr maðurinn hvar klósettið sé og fer þangað eftir að hafa sagt þjóninum að hann verði enga stund að þessu. Þjónninn fyllti glasið hjá manninum og beið. Þegar hálftími er liðinn og maðurinn kemur ekki út af klósettinu fór þjónninn að undrast og að lokum fór hann inn á klósett að gá hvort allt væri í lagi. Þegar hann kemur inn sér hann manninn liggjandi á gólfinu, buxnarlaus með fæturnar upp á vegg og salernispappír rúllandi út úr afturendanum. ‘’Hvað eu um að vera?,, spurði þjónninn. Maðurinn brosti kindarlega og sagði ‘’bíddu aðeins, ég er að fá fax.’’
_____________________________________________________ _____________

Í fangelsinu spurði einn fanginn fangavörðinn: - Hvers vegna eru rimlar fyrir gluggunum?
- Það er af örygisástæðum.
- Ha! Hver væri svo vitlaus að brjótast hingað inn?
_________________________________________________ _________________

Maður nokkur gekk með svín inn á bar í Reykjavík.
- Hvar fékkstu þetta kvikindi spurði barþjónninn.
- Ég vann það í fjárhættuspili, svaraði svínið.
______________________________________________ ____________________

Kv. Lopa