Heyrði þennan í gær.

Kona frá Húsavík var að versla í Rúmfatalagernum í Smáranum.
Hún ákvað að fá sér kaffi þegar hún var búin að því og fór á staðinn sem er við hliðiná Rúmfatalagernum. Hún keypti sér kaffi og kit kat og fór svo að leita af borði. Það var frekar troðið þarna og ekkert laust borð. Hún gekk þess vegna upp að manni sem sat einn með kaffið sitt og spurði hvort hún mætti setjast. Það var ekkert mál. Þegar hún var sest sá hún að hana vantaði skeið og fór hún að ná í hana. Þegar hún kom til baka sá hún sér til mikillar undrunar að maðurinn var búin að opna kit kat-ið og var að borða eina stöng. Hún sagði nú ekkert en var frekar móðguð og fékk sér eina líka. Maðurinn teigði sig svo í aðra stöng og þá var bara ein eftir og konan ætlaði sko aldeilis ekki að gefa honum hana og reif hana til sín og borðaði. Henni var nú ekki alveg sama og hugsaði í hljóði hvílíkur dóni maðurinn væri. Maðurinn stóð síðan upp og fór og keypti sér kökusneið. Þegar hann kom til baka þá fannst henni alveg upplagt að leika sama leik og hann. Hún tók skeiðina sína og byrjaði að borða af kökunni. Svo borðuðu þau saman kökuna á met tíma og þegar það var búið horfði hún hlakkandi á manninn. Hún var búin með kaffið þannig að hún stóð upp og fór að bílnum sínum. Þegar þangað var komið ætlaði hún að taka upp bíllyklana sína og hvað haldiði að hafi verið í vasanum??? Kit Kat-ið hennar.

Þessi á að vera sannur en ég sel það ekki dýrar en ég keypti það :)