Frá himnaríki til helvítis Verkfræðingur deyr og stendur fyrir framan gullna hliðið. St Pétur lítur í skárnar sínar og segir,
“Aha, þú ert verkfræðingur – þú ert á röngum stað.”

Svo að verkfræðingurinn fer til helvítis og fær inngöngu þar. Fljótlega varð verkfræðingurinn mjög ósáttur við aðstöðuna í helvíti, og byrjar að hanna og byggja og betrumbæta staðinn. Eftir nokkurn tíma er komið loftkæling, klósett sem hægt er að sturta, og rúllustigar, og verkfræðingurinn er orðinn nokkuð vinsæll náungi.

Einn daginn, hringir Guð í Satan og spyr hæðnislega, “Jæja, hvernig gengur þarna niðri í helvíti?”

Satan svarar, “Hey, það gengur bara ljómandi vel. Við erum komin með loftkælingu og klósett sem hægt er að sturta, og þessa fínu rúllustiga, og það er aldrei að vita upp á hverju verkfræðingurinn tekur á næst.”

Guð svarar, “Ha??? Fékkst þú verkfræðing? Það er mistök – Hann hefur aldrei átt að fara til helvítis; sendu hann hingað upp.”

Satan segir, “Ekki séns gamli minn. Það er fínt að hafa verkfræðing í starfsliði mínu og ég ætla því að halda honum.”

Guð segir, “Sendu hann aftur hingað upp eða ég fer í mál við þig.”

Satan hlær alveg rosalega og svarar, “Yeah right. Og hvar ætlar þú að fá lögfræðing?”