Það voru einu sinni þrír menn inná klósetti,einn lögmaður, einn viðskiptafræðingur og einn bóndi.
Fyrst gekk lögmaðurinn út úr klefanum og þvoði sér rækilega um hendurnar og sagði:“ Ég gekk í Harvard og þar var okkur kennt að vera snyrtileg”.
Og síðan labbaði viðskiptafræðingurinn út úr klefanum og þvoði sér lítið og þurrkaði lítið og sagði:“ ég gekk í Oxford þar var okkur kennt að vera sparsöm”.
En þá kom bóndinn út og þvoði sér ekkert um hendurnar og sagði:“ Ég gekk í Bændaskólann á Hólum og þar var okkur kennt að pissa ekki
á puttana”.