Þrjár stúlkur voru við Gullna hliðið að bíða eftir inngöngu. Loks kemur Lykla-Pétur og Gabríel Erkiengill. Pétur segir við stelpurnar: “Áður en að þið fáið inngöngu verðið þið að svara einni einfaldri spurningu.”
“Sem er…?”, spyrja þær.
“Hefur þú verið góð stelpa?” spyr hann þá fyrstu.
“Ó já,” segir hún. “Ég var hrein mey fyrir giftingu og ennþá eftir giftingu.”
“Mjög gott”, segir Lykla-Pétur. “Gabríel, láttu þessa stúlku fá… Gullna lykilinn.”
“Hefur þú verið góð stelpa?” spyr hann þá næstu.
“Ó, nokkuð góð”, segir hún. “Ég var hrein mey fyrir giftingu, en reyndar ekki eftir giftingu.”
“Mjög gott”, segir Lykla-Pétur. “Gabríel, láttu þessa stúlku fá… Silfur lykilinn.”
“Hefur þú verið góð stelpa?” spyr hann þá þriðju.
“Nei, alls ekki”, segir hún. “Ég svaf næstum hjá hverjum einasta gaur sem ég hitti, bæði fyrir og eftir giftingu, hvar sem var, hvenær sem var”.
“Mjög gott”, segir Lykla-Pétur. “Gabríel, láttu þessa stúlku fá… Herbergislykilinn minn.”