11 manns, 10 körlum og 1 konu, var bjargað úr eldsvoða með þyrlu. Þau héngu öll í kaðalstiga sem hékk neðan úr þyrlunni. Smám saman byrjaði kaðallinn að slitna því þyngdin var of mikil. Einhver þurfti að sleppa takinu og láta sig detta en láta lífið um leið. Eftir stutta stund ákvað eina konan að bjóða sig fram. Hún hélt langa og tilfinningaríka ræðu um það að þar sem að hún væri kona væri hún vön því að þurfa alltaf að lúta í lægra haldi fyrir eiginmanninum, börnunum og samstarfsfélögunum. Hún væri því tilbúin að fórna lífi sínu fyrir þá og þeir áttu að skila til fjölskyldunnar að hún elskaði þau. Karlmennirnir voru mjög hrærðir að þessari ræðu hennar og byrjuðu allir að klappa…….