Nú í dag voru að bætast við fleiri möguleikar hér á huga. Þið getið núna skilaboð á aðra notendur og séð upplýsingar um þá, s.s. hverju þeir hafa áhuga á, póstfang o.s.frv. Í framtíðinni mun svo e.t.v. bætast við þessar upplýsingar, hinsvegar verður þess alltaf gætt að ekki sé hægt að komast að því hver þið eruð, ef þið viljið það ekki sjálf.

Þeir sem vilja kanna málið ættu að athuga egóið hjá sér og skoða skilaboðaskjóðuna og stillingarkubbinn.

Í stillingarkubbnum er hægt að stilla hverju þú hefur mestann áhuga á, hér á huga. Í skilaboðaskjóðunni er svo hægt að senda skilaboð á notendur, lesa skilaboð og leita eftir öðrum notendum svo fátt eitt sé nefnt.

Einnig hefur breyst að núna þegar þið smellið á nafn notanda t.d. í greinayfirlitinu, eða í hverjir eru inni kubbnum, þá fáið þið upp upplýsingagluggann en ekki heimasíðu viðkomandi. Hægt er að komast á heimasíðu viðkomandi innan úr upplýsingaglugganum.

Vonandi njótið þið nýjunganna.