Jæja, loksins loksins hugsa ófáir.

Breyting á bannernum fer svona fram:

1. Allir mega búa til/finna banner og senda inn sem mynd á þetta áhugamál.

2. Eftir einhvern ákveðinn fjölda innsendra bannera eða ákveðna dagsetningu segjum við stopp!

3. Þegar stig 2 er búið veljum við stjórnendur kanski 10 bestu hugmyndirnar og setjum upp könnun til að velja bestu myndina, sem flestir eru sáttir við.
Athugið við förum eftir prósentutölunum í könnuninni.

4. Innsendar myndir í “Bannerkeppni Egó” má ekki vera stærri né minni en 245x54px

Svona held ég að þetta eigi að “funkera” nokkuð vel ef ég má sletta smá.

Birt án ábyrgðar og með tilliti til breytinga!