Hugmyndin með þessu áhugamáli er að halda utan um alla umræðu tengdri Huga sjálfum. Til að byrja með ætla ég að vera stjórnandi á þessu áhugamáli.

Umræður/korkar

Til að byrja með verða forsíðukorkarnir færðir hingað undir. Svo verður tekið aðeins harðar á umræðum sem koma Huga ekkert við. T.d. eiga spurningar um sjónvarpsþætti heima á sjónvarpsefnis áhugamálinu og vangaveltur um iPod heima á “græjur” áhugamálinu.

Greinar

Hér hafði ég hugsað mér að hafa t.d. leiðbeiningar og stuðningsefni sem þörf er á. Annars er þetta opið, þannig að við sjáum hvað gerist. Ef þið hafið frá einhverju skemmtilegu að segja sem tengist Huga, á það heima hér.
Respect my authoritah