Við vorum að taka nýtt Korkakerfi í notkun, sem er töluvert hraðvirka í notkun, sérstaklega ef valið er “Fylla Glugga”. Þá færðu bara korkinn í gluggan! Hver síða er þá komin í 5 sek. á mínu 33.6 módemi :)

Einnig man hann hvað þú átt eftir að lesa og er það merkt með “(Ólesið)”.

Vonum að þetta sé í rétta átt, og munum við vinna við að gera smá viðbætur í þetta líka.

Síðan er keppniskerfi á döfinni ásamt skilaboðaskjóðu, notendaskrá, skjalastjóra, SOS(SpurgtOgSvarað) eða OSS(Oft Spurðar Spurningar) þ.e.a.s FAQ (hvort eigum við að nota???). Ef þér dettur eitthvað skemmtilegt í hug sem okkur vantar, láttu okkur endilega vita! :)