Undanfarið hefur borið á því að forsíðukorkar eru að fyllast af stuttum og tilgangslausum póstum. Það er ekki æskileg notkun á korkunum okkar.

Okkur er sama hvort ykkur sé kalt, hvað fer í taugarnar á ykkur, að ykkur leiðist og okkur langar alls ekki til að lesa einhverja prívatumræðu milli tveggja einstaklinga.

Það er alltaf (svona næstum því) leiðinlegt að banna einstaklinga af Huga en eitthvað verður að gera til að bjarga okkur frá þessari pínu sem tilgangslausir póstar eru.

Á næstunni verða settar fram breytingar á notkunarskilmálum Huga þar sem tekið verður á slíkum vandamálum sérstaklega en fram að því þá áskil ég mér þann rétt að setja þá sem halda áfram slíkum póstum í tímabundið bann.

Í stuttu máli, ekki pósta bara til að pósta. Fáið ykkur blogg.
JReykdal