Skjálfti og Thurs2k hafa ákveðið að hefja samstarf. Komandi leikjamót, Skjálfti 1 | 2001, verður því opinber <a href="http://www.thecpl.com“ target=”new">CPL</a> forkeppni. Í því felst að sigurliði í Counterstrike, og sigurvegara í Q3A 1v1 (eða tveimur efstu) mun standa til boða að taka þátt í komandi CPL móti sem fram fer í Amsterdam helgina 11. til 13. maí næstkomandi. Þar er ekki eftir litlu að slægjast, því heildarverðlaunafé nemur hvorki meira né minna en 35.000 bandaríkjadölum, eða rösklega þremur milljónum íslenskra króna. Ferðatilhögun og annað er verið að skoða, en stefnt er því að hluti verðlaunanna verði flugfar til og frá Amsterdam.

Skráningarfrestur á S1 | 01 verður framlengdur um einn sólarhring, og lýkur skráningu því á miðnætti annað kvöld, aðfaranótt fimmtudags. Sætum í Q3A 1on1 verður einnig fjölgað. Minnt er á að viðskiptavinir með leikjaáskrift Símans Internets fá forgang á mótið.

Kveðja,
Skjálftap1mpar og stjórn Thurs2k