1. ALMENNAR SKYLDUR, RÉTTINDI OG STÖRF STJÓRNENDA
1.1. Almennar skyldur allra stjórnunarstiga
1.1.1. Ef Stjórnandi skilur ekki eitthvað í reglum eða stigakerfi Huga ber honum að leita sér frekari útskýringa hjá efri stjórnendastigum
1.2. Skyldur, réttindi og störf Vefstjóra (1)
1.2.1. Vefstjóri er æðsti stjórnandi Huga. Hans helstu verk felast í; (1) neitunar- og ákvörðunarvaldi sem hann getur beitt að öllum þáttum í starfsemi Huga; (2) tæknilegri stjórnun Huga; (3) stefnumótun Huga í samráði við Ritstjóra ef við á; (4) loka ákvörðunartöku er varðar lægri stjórnendastig þegar við á; og (5) allri daglegri umsjón yfir Huga þegar við á
1.2.2. Vefstjóri situr einn yfir Ritstjóra og mun einn geta veitt honum eða tekið af honum völd
1.3. Skyldur, réttindi og störf Ritstjóra (1)
1.3.1. Ritstjóri er næst æðsti stjórnandi Huga. Hans helstu verk felast í: (1) Stefnumótun Huga í samráði við Vefstjóra ef við á; (2) loka ákvörðunartöku er varðar lægri stjórnendastig þegar við á; og (3) allri daglegri umsjón yfir Huga þegar við á og staða gefur réttindi til
1.3.2. Ritstjóri sinnir þeirri daglegu ákvarðanatöku Huga sem fellur utan við verksvið Yfirstjórnenda og hefur lokavald þar á.
1.3.3. Ritstjóri hefur lokavald er varðar veitt eða afnumin réttindi lægri stjórnarstiga.
1.3.4. Einungis ef Ritstjóri sér ástæðu til þess, Vefstjóri sér ástæðu til þess – eða ef um kæru í garð Ritstjóra er að ræða, berast mál til Vefstjóra til loka ákvörðunartöku
1.4. Skyldur, réttindi og störf Yfirstjórnenda (2-5)
1.4.1. Yfirstjórnendur eru yfirstjórnendastig daglegra ákvarðana á Huga. Þeirra helstu verk felast í: (1) Loka ákvörðunartöku er varðar lægri stjórnendastig þegar við á; og (2) allri daglegri umsjón yfir Huga þegar við á og staða gefur réttindi til
1.4.2. Yfirstjórnendur sinna þeirri daglegu ákvarðanatöku Huga sem falla utan við verksvið Stjórnenda og hafa lokavald þar á
1.4.3. Einungis ef Yfirstjórnandi sér ástæðu til þess, Ritstjóri sér ástæðu til þess, Vefstjóri sér ástæðu til þess – eða ef um kæru í garð Yfirstjórnanda að ræða, berast mál til Ritstjóra til loka ákvörðunartöku
1.5. Skyldur, réttindi og störf Stjórnenda (X)
1.5.1. Stjórnendur eru helstu stjórnendur daglegra ákvarðana á Huga. Þeirra helstu verk felast í allri daglegri umsjón yfir þeirra áhugamáli/áhugamálum á Huga þegar við á og staða gefur réttindi til
1.5.2. Stjórnendur hafa skilgreint vald til stjórnunar áhugamála, sem og rétt til ávítunar sbr. brotastigakerfi Huga
"People hardly ever make use of the freedoms that they do have, like freedom of thought. Instead they demand freedom of speech as compensation" - Kirkegaard