Ég er með hugmyndir að fleiri áhugamálum.

Mér finnst vanta horn undir sjónvarpsumræður. Það mætti breyta svæðinu þar sem stendur Kvikmyndir og hafa það í staðinn: myndræn afþreying eða eitthvað álíka. Þá væri hægt að hafa þar sérstækt svæði fyrir svokallaða sitcom þætti þar sem ræða mætti alla þá þætti sem eru sýndir í sjónvarpinu en flokkast ekki undir teiknimyndir eins og til dæmis: Fraiser, ER, Ally McBeal, Friends, Providence, The Sopranos og fleiri þætti.
Annað svæði gæti verið tileinkað Teiknimyndum yfir höfuð eins og Futurama, Duckman, Pokemon eða whatever.
Þriðja svæðið gæti verið fyrir íslenska þætti t.d.: Djúpa Laugin, Sílikon, Íslensk Kjötsúpa, Silfur Egils og svo framvegis.
Ég veit ekki hvort áhuginn fyrir þessu sé gríðarlegur en það má kanna það.

Einnig finnst mér vanta bókmenntaumræðu hérna á huga. Það hljóta að vera skiptar skoðanir um uppáhalds höfunda og uppáhaldsbækur og svoleiðis sem hægt væri að koma á framfæri. Jólabækurnar gætu verið ræddar og marg fleira.

Það væri gaman að heyra í fólki hvort það sé sammála mér eða ósammála mér í þessu máli.