Mér finnst of mikið af áhugamálum sem mér finnst ekki vera nógu stór til að geta kallast áhugamál. Til dæmis mætti vera \“Tölvuleikir\” sem tæki við af til dæmis Diablo 2, Red Alert, WarCraft og StarCraft. Það að hafa alla þessa leiki með sér áhugamál undir rassgatið á mér finnst mér dálítið of mikið.
Skjálfti fær svosem undantekningu, þar sem það er kannski meira áhugamál um Skjálftakeppnina, sem er bæði orðin stór og gengur út á meira en eina útgáfu af einum leik.
En allavega, meira mætti eflaust taka til. Spurning um að hafa undiráhugamál? Áhugamálið \“Tölvuleikir\” sem þá innihalda þessa leiki og eitthvað.
