Jæja, er ekki kominn tími á að það verða stofnað áhugamál um gamla tónlist frá hinni einu sönnu Gullöld.

Fyrir þá sem ekki vita er tímabilið frá u.þ.b. 1955-1975 nefnt gullöldin í tónlistarsögunni en á þessu tímabili voru uppi margar af bestu hljómsveitum sögunnar. Nægir þar að nefna Bítlana, Rolling Stones, Presley, Hendrix, Pink Floyd og svo mætti á áfram halda.

Það eru margir sem telja að stærsti hluti tónlistarheimsins í dag sé sori og hlusta frekar á eldri lög (þ.m.t. undirritaður).

Ég bið því alla sem mundu telja sig hafa áhuga á þessu áhugamáli að skrifa sig á þennan kork og ef að nægur áhugi fæst mun ég senda vefstjóra póst um þetta.<br><br>——–

geiri2, beztu