Í staðinn fyrir að senda póst á vefstjóra ættla ég að setja þetta hérna. Meira gaman að fá að vita hvað ykkur finnst líka. Koma af stað smá umræðu. En allavega nokkars spurningar sem flugu upp í kollin meðan ég var vafra um huga.

1. Hvernig fær maður stig í dag?

Hér áður fyrr var það ekkert mál. Þú fékst stig fyrir allt, senda inn greinar, svara greinum og korkum og svo að svara könnunum. Maður gat náð allt í 500 stig á viku ef ekki meira. Sem kemur svo niður á aðra spurningu.

2. Tilhvers eru stigin?

Ég hef einusinni séð eitthvað um að vera í sambandi við stigin á huga og það var 2 vikum eftir að hann opnaði og þá fengu allir sem komnir voru með 1000 stig geisladisk að gjöf. Ef að það á ekkert að nota þau, takið þau út eða fáið hugmynd um hvernig er hægt að nota þau og núll stillið.

3. Hvar er Edit hnappurinn?

Það hafa margir hvartað undan þessu. Allar síður í dag sem eru með einhverskonar korkasystemi eru með edit hnapp þar sem ekkert mál er að laga stafsettningarvillur og bæta við póstinn sinn að vild. Endilega bætið honum við, doublepost mun minka alveg til muna.

4. Má ekki bæta Flata viðmótið?

Þegar maður er að lesa svör við greinum er oft erfitt að fylgjast með hver er að svara hverjum. Það rennur einhvernvegin allt í eina kös. Á korkunum er þetta fínt en væri ekki hægt að raða svörunum upp í tré og innfella svörin?

5. Hikst.. stopp.. og hægvirkni?

Allir kunna vel að meta nýja fítusa líkt og dagbókin er en þið, Hugastjórnendur, ekki að hægja enn meir á mjög svo hægvirkum vef?


Þetta er það sem er búið að pirra mig mest undanfarið. Endilega leggið orð í belg. Ég kannski hefði átt að senda þetta inn sem grein? Naahh…. örugglega ekki nógu löng… <br><br>
—————-
*** [GGRN]thrstn
*** <a href=http://www.ggrn.org>www.ggrn.org</a