Núna hefur verið til umræðu árás tugi manna inná skemmtistað, Bankastræti club, í miðbænum.

Ekki bara það, heldur hefur ofbeldið tegt sig til fjölskyldna og aðstandenda þeirra. Hefur þetta ástand í miðbænum farið versnandi að því leiti að trekk í trekk eru vopn notuð eins og hnífar eða annað, oftar og oftar.

Nú er að því komið að mál er í ferli þar sem að hópur var með byssur í sínum eignum, mögulega til að gera árásir á gjörsamlega saklausa þegna.

Hvað er í gangi?