Ég er búin að vera soldið dugleg að skoða nýja huga og er alveg ótrúlega sátt, fýla þetta í botn. En eitt sem ég skil ekki alveg, hef tekið eftir einhverjum þráðum og núna bara rétt áðan sá ég (og ekki í fyrsta skipti) „Notanda eytt“. Hvers vegna er það? Geta stjórnendur eytt notendum? Og hvers vegna? Skil svosem ef fólk er að haga sér illa, vera með dólg og eitthvað að það fái bann eins og gerðist stundum á gamla huga, en er þá núna notandanum sjálfum bara einfaldlega eytt? Varanlega? 
Munurinn á snilld og heimsku er sá að snilldin er takmörkuð.