Gjarnan þegar ég stend í löngum biðröðum, hangi í strætó eða er að gera eitthvað leiðinlegt á leiðinlegum stað kíki ég á Huga.is í farsímanum bara svona til að drepa tímann og skoða hvað er í gangi. En hafiði prufað að fara á Huga í farsímanum? Allt saman fer í hrúgu og maður þarf að skrolla niður hálfa leið til helvítis til þess eins að geta komist í heitustu umræðurnar, auk þess sem að síðan er lengi að hlaðast í þokkabót.

Við lifum á 21. öldinni og ekki mega risar eins og Hugi.is vera á eftir sínum samtíma. Ég legg til þess að vefstjórar Huga hanni m.hugi.is, þ.e. einfölduð útgáfa af Huga til birtingar í farsíma. Forsíðan gæti þá t.d. litið einhvernvegin svona út:

http://i39.tinypic.com/2iuccns.gif

Einfalt, stílhreint og opnast hratt í farsíma. ;)

Dæmi um góðar farsímasíður:
m.mbl.is
m.facebook.com
m.myspace.com
mobile.wikipedia.org