Jæja, eins og nöldrið hefur verið um skjánöfn ætla ég að stinga uppá þessu.

Að fólk hafi notendanafn sem má ekki innihalda íslenska stafi, og verður þá notað til að skrá sig inn á huga.

Fólk hefur nafn sem aðrir notendur sjá. Þetta nafn gæti þá innihaldið íslenska stafi en má hinsvegar ekki vera of ólíkt notendanafninu. Semsagt, Jón gæti notað ‘Jon’ sem notendanafn á meðan aðrir notendur sjá ‘Jón.’ Hann gæti hinsvegar ekki notað ‘Jói’, eða eitthvað sem er það langt frá því. Já, ef til vill ekki besta dæmið en ég get ekki hugsað mér neitt betra sem stendur. Í stuttu máli, þessi tvö nöfn verða að vera lík hvoru öðru.