Gerið það, stjórnendur. Viljiði skrifa einhversstaðar, bara einhversstaðar, tölurnar fyrir stærð mynda!

Ég get ekki sent inn mynd á /ljosmyndun. Er búin að reyna aftur og aftur síðan ég gerði síðasta þráð um þetta mál. Hef ekki ennþá getað það en er að gera síðustu tilraun. Þá þarf ég að vita hversu stór hún má vera í mb.

Nei, ég get ekki sent inn of stóra mynd og fengið upp tölurnar því það kemur bara “Cannot display page”.

Þetta er farið að verða virkilega óþolandi. Og það ætti ekki að vera mikið mál að skrifa þessar tölur einhversstaðar, t.d. í “Hjálp” hérna á /hugi.

Gerið það, farið bara einu sinni eftir hugmynd sem er send inn hérna. Þetta er ekki það flókið.

Fyrirgefið, ég er í vondu skapi og er orðin virkilega þreytt á að gera ekki tekið þátt í aðalhluta áhugamálsins /ljósmyndun. (þ.e. að senda inn myndir)