Hvernig myndi fólk taka í það að hafa áhugamálið /street art eða /götulist.
Miða við götur borgarinnar þá er e-r áhugi fyrir þessu. 
Umræður a áhugamálinu yrðu ábyggilega mjög fjölbreyttar þar sem götulist getur verið allt frá gjörningi, límmiðum og plakötum uppí grafiti eða stensla (bæði á föt og veggi). 
Kanski myndi þetta hjálpa til við að gera götulist  að e-r meiru en veggjakroti og Random skemmdarverkum.. hver veit?
Ég er auðvitað ekki að segja að götulist á Íslandi sé eintómt kjaftæði, bara að það má alltaf gera betur. Og þetta gæti orðið góður ummræðustaður fyrir listamenn til að sýna verk sín og svona :)
Góð lesning um Götulist:
http://en.wikipedia.org/wiki/Street_art
                
              
              
              
               
        







