Langaði að stinga uppá að setja einn takka þar sem hægt er að fylgjast með pósti sem annar sendir inn.

Þeas ef einhver sendir inn t.d.
“Mér vantar nýjan bíl með hverju mælið þið?” og mér langar að vita hverju fólki svarar þá ýti ég bara á Fylgjast með pósti og ég fæ hugaskilaboð ef einhver svarar eins og póstaeigandi.

Síðan langar mig að stinga uppá nýju áhugamáli um póker eða almennt spilaáhugamál.
Ég man eftir því að það var stungið uppá þessu þegar gamli vefstjórinn hann reykdal var en ég held að hann hafi ekki séð þetta eða leitt það hjá sér en það var vægast sagt VEL tekið í það af notendum.

Ég geri mér grein fyrir því að fjárhættuspil er ólöglegt á íslandi en póker er ekki fjárhættuspil nema það sé lagt peninga undir.
Ég sjálfur spila vanalega aðeins uppá skemmtunina.

Með von um að þetta sé tekið til greina.