Já gott fólk ég vil alveg endilega fá metal gear áhugamál á huga. Fyrir þá sem ekki vita hvað Metal Gear er þá eru það frábærir tölvuleikir sem lesa má meira um hér http://en.wikipedia.org/wiki/Metal_Gear_(series)

Ég meina … af hverju ekki metal gear áhugamál? Það er black and White áhugamál og það eru bara til tveir black and white tölvuleikir, metal gear leikirnir eru aðeins fleiri.

Metal Gear (1987)
Metal Gear 2: Solid Snake (1990)
Metal Gear Solid (1998) (sem er b.t.w einn af mest seldu playstation leikjum allra tíma)
Metal Gear Solid 2: Sons of Liberty (sem er einn af mest seldi playstation 2 leikjum allra tíma)
Metal Gear Solid 3: Snake Eater ( again, einn af mest seldu leikjunum á ps2)

Síðan eru náttúrulega leikir eins og Metal Gear Solid: The Twin Snakes, sem er endurgerð af MGS á gamecube.

Svo eru til tveir Metal Gear leikir á PSP sem heita Metal Gear Acid 1&2
Metal Gear Solid: Integral, MGS: VR missions, og ghost babel. Það er til svona Digital Graphic novel sem segir söguna á PSP. Síðan eru MGS2: substance og MGS3: subsistence sem eru tvö og þrjú með smá viðbótum og stuffi. Síðan er MGS leikur á gameboy og svona.

Og Hideo Kojima er búinn að selja kvikmyndaréttinn á leikjunum svo að það er kvikmynd á leiðinni líklega einhverntíman 2008. Svo ef það væri Metal Gear áhugamál væri nóg að tala um og það væri vel virkt. Síðan skemmir ekki fyrir að það er nýr leikur á leiðinni næsta ár sem mun heita Metal Gear Solid 4: Guns of the Patriots. Og annar MGS á leiðinni líka sem heitir MGS: Portable Ops sem er á PSP (hann gerist eftir númer 3 sem var forsaga) Þessir leikir fá allir topp dóma og eins og ég sagði hér fyrri ofan er þetta ein mest selda og vinsælasta leikjasería allra tíma. Það væri vissulega slæmt fyrir alla Metal Gear aðdáendur að fá ekki áhugamál um það hér á huga. Hvað segið þið fólk?
I'm a winner, I'm a sinner. Do you want my autograph?