Hvernig væri að setja upp stóra og vinalega stafi hérna á /hugi sem segja að þetta áhugamál sé aðeins fyrir umræður um vefinn sjálfan? Þótt að margt bendi til þess að þetta sé bara um Huga er samt ekkert sem segir það solid, og fólk er líka enn að ruglast á þessu.

Auk þess stendur í “Hjálp” kubbinum “Ef þú vilt ef þú vilt svar við einhverju sem ekki er svarað hér geturðu sent fyrirspurn inn á aðstoðar kork á áhugamálið Hugi …”

Það mætti taka fram eitthvað eins og "…svar við einhverju sem tengist Huga og er ekki svarað hér…“ Svo er líka villa þarna, ”Ef þú vilt" kemur tvisvar.

Takk.

Bætt við 10. september 2006 - 22:37
Fyrirgefið, þetta átti auðvitað að fara inn á “Hugmyndir” korkinn.