Ég verð að segja að ég er pínu fúl með breytinguna enda dundaði maður sér oft við að lesa og skrifa korka á forsíðu…

En þá var ég að spá, hvernig væri að gera áhugamál sem myndi heita spjall og þar væru þessir korkar um allt og ekkert, engin ritskoðun um að þetta ætti nú frekar að vera á þessu áhugamáli heldur bara leyfa fólki að tjá sig. Stundum vill maður álit einhver á t.d. bílum, sem ekkert veit um bíla og stundar þar af leiðandi ekki áhugamálið bílar… Fattiði?

Ég veit að það er eitthvað verið að tala um að nota tilveruna undir svona en, veit ekki, ekki alveg að vera sammála því persónulega…

Við spjallbólurnar og nöldurfólkið viljum almennilegt áhugamál spes fyrir okkur!

Já, eitt enn, ef þú ætlar að gera www.hugi.is/sorp eða eitthvað slíkt þá vil ég nú bara benda þér á að það er mest flipp, hvað ef maður vill eiga alvarlega umræður?


Jú, einu sinni eitt enn :)
langar að benda á það að margar af skemmtilegustu umræðunum hafa orðið til á forsíðunni, svo ég hugsi nú ekki langt aftur í tímann má sem dæmi nefna “hvað er það hræðilegasta sem þú hefur lent í”
Just ask yourself: WWCD!