Þar sem ég stundaði bara forsíðuna og búið, þá eru þessar breytingar hrein hörmung. Eina fólkið sem er að hrópa húrra fyrir þessu eru stjórnendur annara áhugamála sem fá ef til vill fleirri notendur inná áhugamálin sín.

Ég gerði nöldur kork um Supernova í gær. Hann var færður í “Raunveruleikasjónvarp” Hann hefur nú fengið 70 lestra (flesta lestra fékk hann þegar hann var enn á “nöldur”. Vanalega hefðu 400-500 manns verið búnir að lesa hann. Þetta er náttúrulega útí hött. Ég vill fá Forsíðukorkana aftur strax. Það var gaman að lesa þá. Ég nenni ekki að vera flakka á milli 1000 áhugamála. Kannski að maður rekist á einn og einn kork sem maður hefur áhuga á. Hugi á eftir að deyja út með þessu áframhaldi.

Allaveganna þá er ég frá og með þessu hættur að stunda Huga.

Ég kem aftur þegar forsíðukorkarnir koma aftur. Hvað er málið með að fjarlægja Nöldur korkinn? Hann var hjarta Huga.is

Í alvöru, allaveganna lágmark að leyfa fólki pósta öllu almennu drasli á “huga” áhugamálið án þess að henda því á einhver dauð áhugamál sem enginn á eftir að skoða!

Ég ítreka það enn og aftur hversu ósáttur ég er með þessa breytingu. Það voru nokkrar smá breytingar á undan þessari og það var allt fínt. Margt sniðugt t.d. leitin og fleirra. En þetta er út í hróa!

Ég sé það alveg fyrir mér að það er hrópað húrrað fyrir þessu á stjórnendaáhugamálinu. En fólkið sem notaði bara forsíðuna er virkilega ósátt.

Allaveganna ég er farinn!
Skamm skamm fyrir að skemma eina mína uppáhalds afþreyingasíðu.
Ég tek allaveganna linkinn núna útaf toolbarinu í firefox. Kem ekki hingað aftur nema þessu verði breytt. Vona að fleirri óánægðir hugarar geri það líka. Því það erum við sem höldum uppi þessari síðu, engin aðsókn, engin síða.