Mikið hefur borið á að fólk svari ekki réttum aðila, kunni ekki alveg á kerfið- svo hér koma foolproof leiðbeiningar.

Þegar þú lest þráð sem þú vilt gefa þitt álit á, þá skaltu velja Gefa álit hlekkinn í kassanum hægra megin á þráðinum. Er þú gerir það og sendir svar þitt þá fær Höfundur þráðsins skilaboð um að svar hefur borist- í skilaboðaskjóðuna sína og fær þar link að svarinu þínu, það er ef að hann hakaði í "Láta vita þegar svar berst" þegar hann bjó til þráðinn.

Þegar þú sérð álit sem hefur borist við kork sem þú vilt svara ýtir þú einfaldlega á Svara takkan sem er hægra megin við nafnið á þeim sem skrifaði svarið, en þar skal ekki ýta ef þú vilt gefa álit á þræði, því þá fær höfundur korksins ekki skilaboð heldur notandinn sem skrifaði svarið og ekki er víst um að höfundur þráðsins les skilaboðin sem áttu að fara til hans.

Ég er ekki að skrifa þetta því að ég held að enginn kunni þetta, ég veit að flestir vita af þessu en endilega bendið fólki á þennan (vonandi) einfalda þráð hjá mér sem þið sjáið gera þessa villu.

Kveðja, Fools - Kann allt sem varðar Huga, endilega senda skilaboð ef þið þurfið hjálp með eitthvað.